Vörtur

Hvað eru vörtur?

Vörtur eru algeng, góðkynja fyrirferð af völdum veirunnar papilloma, veiran sýkir húðfrumur og það myndast varta.

Eru vörtur smitandi?

Veiran smitast beint þ.e. með snertingu t.d. við kynmök eða í sundlaugum. Hún er mjög smitandi en fólk er misnæmt fyrir sýkingu. Sum börn fá aldrei vörtur þrátt fyrir að vera útsett fyrir veirunni, á meðan önnur börn fá vörtur. Orsök þessa er óþekkt.

Liðið geta margir mánuðir frá smiti áður en varta myndast.

Hvernig líta vörtur út?

  • Vörtur á höndum eru yfirleitt umhverfis neglur og á fingrum. Þær líkjast litlu blómkáli. Börn eiga oft á tíðum erfitt með að láta vörturnar í friði. Þau bíta og kroppa í þær, það blæðir úr þeim og þá eru þær smitandi. Hjá börnum hverfa 30-50% að sjálfu sér innan 6 mánaða.
    Vörtur á fótum myndast yfirleitt þar sem álagið er mest. Þær eru aumar þegar þrýst er á þær og við gang.
  • Fótvarta er flatt samanþjappað húðsvæði sem er hart út til hliðanna en mýkra í miðjunni. Ef grannt er skoðað sjást litlir svartir punktar í vörtunni. Þetta eru ekki, eins og sumir halda, rætur hennar heldur myndast punktarnir við blæðingu.

Hver er meðferðin?

Það er ekki til nein töfralausn sem fjarlægir allar vörtur með vissu. Oft þarf að prófa nokkrar aðferðir áður er vörturnar hverfa.

  • Ætandi lyf. Það er borið á vörturnar og þær hverfa smám saman.
  • Frysting. Notað fljótandi gas til að frysta vörturnar. Síðan er skrapaður burt dauði. vefurinn. Þarf oft að endurtaka nokkrum sinnum. Það geta myndast blöðrur vegna of mikillar kælingar.
  • Vörtur hafa undarlega hegðun. Þolinmæðin vinnur þó þrautir allar því að þær hverfa yfirleitt eftir nokkur ár.