Þunglyndi (WHO)

Þunglyndi er einn af helstu sjúkdómunum, jafnt í iðnvæddum löndum og þeim vanþróuðu. Þetta er niðurstaða víðtæks verkefnis WHO sem nefnt er:„Hin alþjóðlega sjúkdómsbyrði“ og fjallar um rannsókn á mikilvægi helstu sjúkdóma í heiminum. WHO gerði þessa rannsókn í fjölda landa, í samvinnu við Alþjóðabankann.

Tveir yfirgripsmiklir kvarðar voru notaðar til þess að mæla sjúkdómsbyrði, og nefnast þeir YLD og DALY. Með YLD og DALY er mæld tíðni og fötlun af völdum tiltekins sjúkdóms, og metin þau ár í lífi manna sem tapast vegna ótímabærs dauða, og þau ár heilbrigðs lífs sem tapast vegna fötlunar, af völdum þessa sjúkdóms.

WHO hefur fengið til samstarfs vísindamenn frá stofnunum á borð við Alþjóðastofnun krabbameinsrannsókna, Alþjóðabankann, Alþjóðamiðstöðvum sjúkdómavarna og fyrirbygginga (United Centers of Disease Control and Prevention) og sérfræðinga frá vísindastofnunum um allan heim til þess að leggja mat á upplýsingarnar frá hverju landi.

Þar sem vísindamennirnir höfðu stundum aðeins úr ófullnægjandi upplýsingum að moða, eða alls engum, einkum í vanþróuðu löndunum, var háþróað tölvukerfi, „MisMod“, sett upp til þess að reikna áætluð gildi út frá almennum faraldursfræðilegum gögnum og til að bera saman aðstæður hvers lands.

1. Alvarlegt þunglyndi
2. Áfengismisnotkun
3. Slitgigt
4. Vitglöp og aðrir hrörnunarsjúkdómar
5. Geðklofi
6. Geðhvarfasýki (maniodepression)
7. Heilablóðfall
8. Áráttu- og þráhyggjuröskun
9. Bílslys
10. Sykursýki
Þessi skýringarmynd (mynd 1) sýnir algengustu sjúkdómana í iðnríkjunum. Í ljós kom að „alvarlegt þunglyndi” var algengasti sjúkdómurinn. Athyglisvert er að „geðhvarfasýki“, sem er ástand manneskju sem skiptist á að vera í þunglyndi og örlyndi, er í 6. sæti listans.Þegar mældur er fjöldi lífára sem tapast vegna ótímabærra dauðsfalla (DALY), eru hjarta- og æðasjúkdómar í efsta sæti, en alvarleg geðlægð lendir ofarlega á listanum, eða í öðru sæti.
1. Kransæðasjúkdómar
2. Alvarlegt þunglyndi
3. Heilablóðfall
4. Bílslys
5. Áfengismisnotkun
6. Slitgigt
7. Krabbamein í öndunarfærum
8. Vitglöp og aðrir hrörnunarsjúkdómar
9. Sjálfsvíg og sjálfsköðun
10. Meðfæddir ágallar
11. Langvinnir lungnateppusjúkdómar
Í annarri rannsókn leitaðist WHO við að spá um mikilvægi ýmissa sjúkdóma á næstu tíu árum. Samkvæmt útreikningum WHO má vænta þess að mikilvægi þunglyndis aukist mjög mikið á þessum árum.Niðurstöður verkefnis WHO undirstrika mikilvægi þunglyndis með tilliti til stefnumörkunar í læknisfræði og í heilbrigðismálum. Þetta getur komið fólki á óvart, jafnvel einhverjum í heilbrigðis- kerfinu, en ekki þunglyndu fólki og þeim sem þekkja til sjúkdómsins.

Þunglyndi er algengasti geðræni sjúkdómurinn og hefur meiri áhrif á vellíðan fólks en aðrir sjúkdómar. Þunglyndi er lífshættulegur sjúkdómur. Margir sem hrjáðir eru af þunglyndi óska þess að deyja, 15% þeirra sem haldnir eru alvarlegu þunglyndi fremja sjálfsmorð. Á grundvelli þessara niðurstaðna hvetur WHO til þess að gerðar verði áætlanir um aðgerðir gegn þunglyndi í hverju landi.

Það eykur gildi þessarar víðtæku rannsóknar WHO að hún var framkvæmd af sérfræðingum, bæði í læknisfræði og öðrum vísindagreinum. Með rannsókninni fást afar sterk rök fyrir frekari aðgerðum gegn þunglyndi og hún undirstrikar hina gífurlegu þýðingu sem slíkar aðgerðir hafa á almennt heilbrigði hverrar þjóðar.

Murray, CJL, Lopez, AD (Eds), The Global Burden of Disease, Cambridge Mass., Harvard University Press, 1996>