Stam – Upplýsingar fyrir foreldra og kennara

 • Upplýsingar fyrir foreldra

 

 • Hvað geta fullorðnir gert til þess að hjálpa barni sem stamar?

 

 • Verið góðir hlustendur og haldið eðlilegu augnsambandi við barnið.
 • Minnkið hraða og spennu í umhverfinu.
 • Gerið ekki of miklar kröfur til barnsins almennt.
 • Talið hægt og skýrt við barnið og hafið setningar hvorki of langar né flóknar.
 • Biðjið barnið ekki um að tala hægar eða „slappa af“.
 • Gerið stamið ekki að feimnismál. Það má ræða um stam eins og annað sem rætt er um.
 • Takið ekki orðið af barninu eða talið fyrir það.
 • Sparið ekki hrós og góða hvatningu til að bæta sjálfsmynd barnsins sem trúlega er slök.

 

Hvar er hægt að fá aðstöð vegna stams?

 

Börn og aðrir sem stama geta fengið aðstoð hjá starfandi talkennurum og talmeinafræðingum.

Á Heyrnar- og talmeinastöð Íslands starfa talmeinafræðingar og þangað geta allir leitað.

Aðstöð talmeinafræðinga og talkennara að tilvísun læknis er greidd að hluta af hinu opinbera og að hluta af þeim sem þiggja aðstoðina. Talkennsla skólabarna er þó á ábyrgð grunnskólanna og kostuð af sveitarfélögum (1995).

Lesefni um stam
Barnasagan Ármann og Blíða eftir Kristínu Steinsdóttur.
Bæklingur Ef þú heldur að barnið þitt stami…

 

 • Upplýsingar fyrir kennara

 

Málbjörg hefur gefið út tvö bæklinga á íslensku fyrir kennara sem eru með barn sem stamar í bekknum sínum. Stamandi börn þurfa sérstakan stuðning. Við hvetjum þig til að hafa samband við Málbjörgu ef bæklingarnir finnast ekki í gagnasafni skólans.

Til að fá frekari upplýsingar, gerðu svo vel að hafa samband við Málbjörgu.