Naglsveppur

Hvað er naglsveppur?

Naglsveppur orsakast af húðsveppasýkingu. Til eru þrjár tegundir húðsveppa sem leggjast annað hvort á jörðina (geofile), dýr (zoofile) eða fólk (antropofile). Þeir sveppir sem orsaka fóta-og naglsveppasýkingu leggjast eingöngu á fólk. Algengustu tegundirnar eru kyrnissveppir (trichophyton mentagrophytes og trichophyton rubrum).

Fræðiheiti naglsveppa er Tines unguium, onychomycosis eða Dermatophytosis unguium.

Hver er orsökin?

Naglsveppir geta herjað á neglurnar eða komið í kjölfar illa meðhöndlaðra fótsveppa. Fótsveppir geta dreift sér um allan líkamann og vaxið inn í nöglina.

Hver eru einkennin?

 • Hvít skán á nöglinni.
 • Þykknuð, mislit nögl.

Hverjir eru í áhættuhóp?

 • Ungt fólk, sérstaklega þeir sem ganga mikið í íþrótta- eða gúmmískóm.
 • Íþróttafólk.
 • Einstaklingar sem þurfa vegna vinnu sinnar að nota lokaða skó.

Hvað er til ráða?

 • Þvo sér daglega um fæturna og leyfa þeim að þorna vel áður en farið er í sokka og skó.
 • Nota einungis bómullar- eða ullarsokka og skiptu um sokka a.m.k. tvisvar á dag eða í hvert skipti sem þú svitnar.
 • Forðast skó úr gerviefnum og nota helst leðurskó eða sandala.
 • Hægt er að púðra fætur og skó með sveppalyfjum.

Hvernig greinir læknirinn sjúkdóminn?

Yfirleitt er greiningin byggð á sjúkdómseinkennum. Einnig er tekið sýni til ræktunar.

Batahorfur

Erfitt getur verið að eiga við naglsveppi, sem geta verið þrálátir og komið aftur þrátt fyrir meðhöndlun.

 • Hver er meðferðin?
 • Yfirleitt er gefin töflukúr við naglsveppum eða sýkt svæði pensluð.

Hvaða lyf eru í boði?

 

 • Sveppalyf gegn húðsveppum (staðbundin meðferð)

 

Canesten Fungoral Lamisil
Loceryl Mycostatin Pevaryl

 

 • Sveppalyf gegn húðsveppum (til inntöku)

 

 

Abelcet Amphocil Candizol
Diflucan Fungoral Lamisil
Sporanox