Lotugræðgi

Hvað er lotugræðgi?

Lotugræðgi er áttruflun, sem oftast kemur fram hjá stúlkum og ungum konum frá 15-16 ára aldri til 20-25 ára aldurs. Sjúkdómurinn einkennist af átkasti, þar sem innbyrgður er mjög mikill matur á stuttum tíma, mikilli átþörf sem er ómótstæðileg þörf fyrir mat nú á stundinni, þörf sem ekki er hægt að ráða við, ósk um að fara í megrunarkúra, fasta, kasta upp, þvagræsilyf, hreyfingu og þ.u.l.

Hver er orsök sjúkdómsins?

Orsök sjúkdómsins er ekki þekkt en rannsakendur eru sammála um að lotugræðgi eigi skilt við lystarstol (anorexia nervosa). Og talið er að eftirfarandi þættir stuðli að veikindunum:

Það eru bæði persónulegir og félagslegir þættir og aðstæður í menningu landsins. Til dæmis er sést þetta ástand aðallega í hinum vestræna heimi, þar sem grannur og stæltur kvenlíkami er í hávegum hafður og þar sem nóg er af mat.

Hvernig lýsir sjúkdómurinn sér?

Byrjunin er gjarnan megrunarkúrar, því að einstaklingurinn er ekki ánægður með sjálfan sig og útlit sitt. Hann ákveður að fara í megrun og borða minna og forðast fitu. En í raun er hann mjög svangur og hugsanir hans snúast meira og meira um mat. Hann fastar gjarnan í megrunarskyni. Hann stenst sultinn allan daginn en um kvöldið nær gríðarlegu átþörf tökum á honum. Hann gerir allt til þess að ná í mat. Kaupir mjög mikið inn, oftast feitan og mjúkan mat (smjör, súkkulaði og þess háttar), sem hann fer með heim og borðar í laumi. Hann getur ekki stöðvað sig í átinu en heldur áfram að troða í sig matnum. Svo finnur hann mikilli skömm og líður mjög illa bæði geðrænt og líkamlega og verður að framkalla uppköst til að losa sig viðmatinn. Á eftir léttir honum.

Hættumerki

Hin tíðu uppköst valda missi mikilvægra salta úr líkamanum. Þetta getur valdið truflunum á hjartslætti og í alvarlegum tilfellum hjartastoppi.

Það geta komið erting, blæðing og meira að segja sáramyndanir í slímhúðir maga og vélinda, og koma þá milir verkir.

Það geta komið miklar hægðir vegna ofnotkunar á hægðalyfjum.

Eyðing verður gjarnan á tönnum með varanlegri skemmd tanna.

Munnvatnskirtlarnir stækka.

Á handarbök koma gjarnan sár eftir bit tanna vegna framköllunar uppkastanna með því að láta hendi niður í kok.

Hvað getur sjúklingurinn gert

Sagt góðri vinkonu eða vini frá líðan sinni.

Ekki skammast sín fyrir veikindi þín.

Reyna að borða máltíðir á ákveðnum tímum yfir daginn.

Forðast föstu.

Passa að drekka vökva með kaíum, t.d. efplsafa, ef uppköst verða.

Vigta sig aðeins einu sinni í viku, á ákveðnum vikudegi.

Skrá átköst sín og uppköst í dagbók.

Henda síðan öllum megrunarlyfjum.

Heimsækja heimilislækninn og ráðfæra sig við hann

Hvað ákveður sjúkdómsgreininguna

Átköst minnst tvisvar í viku í minnst 3 mánuði.

Átþörf.

Ýmsar aðferðir til þess að komast hjá þyngdaraukningu: uppköst, fasta, hægðarpillur, þvagræsilyf og fléira.

Brengluð líkamsímynd og hræðsla við að fitna og þyngjast.

Tíðirnar eru óreglulegar.

Batahorfur

Sjúkdómurinn hefur einungis verið þekktur frá því í byrjun níunda áratugarins og gangur sjúkdómsins þekkist því ekki vel. Af sjúklingum sem koma í meðferð nær helmingurinn heilsu, fjórðungi líður betur og fjórðungur heldur áfram að hafa sjúkdóm sinn. Hluti sjúklinga með lotugræðgi eru hvatvísir og hættulegir sjálfum sér og auknar líkur eru á sjálfsvígstilraunum og sjálfsmorði.

Meðferð

Flestir eru meðhöndlaðir án innlagnar. Venjulega með viðtalsmeðferð eða lyfjum, eða hvorutveggja. Viðtalsmeðferð ásamt lyfjum gefur bestan árangur. Dagbók þar sem sjúklingurinn skráir uppköst og átköst og truflanir í hegðun í sambandi við það að reyna að léttast. Næringarráðgjöf er mikilvæg. Þegar erfið geðlæknisfræðileg einkenni eru til staðar, eins og vímuefnamisnotkun eða sjálfsvígshætta, eða líkamsástandið er mjög meðtekið vegna hinna tíðu uppkasta, þá getur innlögn verið nauðsynleg.