Langvinnir nýrnasjúkdómar

Langvinnir nýrnakvillar geta stafað af mörgum orsökum. Algengasta orsökin er langvinn nýrabólga, sem getur verið einkennalaus í mörg ár. Stundum finnst sjúkdómurinn af tilviljun vegna eggjahvítu eða blóðs í þvagi og vægrar blóðþrýstingshækkunar. Þetta stafar ekki af sýkingu þannig að ekki er hægt að gefa sýklalyf við sjúkdómnum. Í sumum tilfellum er þó lyfjameðferð í boði.

Hver eru einkennin?

Hægt er að vera með sjúkdóminn í mörg án þess að finna fyrir nokkru. Seinna getur blóðþrýstingur hækkað og vökvi safnast fyrir í líkamanum. Hvort tveggja getur bent til nýrnabilunar.

Helstu einkenni eru annars: þreyta, ógleði, höfuðverkur, einkenni frá augum og vökvasöfnun í líkamanum – bjúgur.

Hver er orsökin?

Margar orsakir geta legið að baki nýrnabilunar en yfirleitt á einhver truflun í ónæmiskerfinu þar þátt sem aftur er afleiðing annarra sjúkdóma. Orsökin getur verið hvort sem er bráð eða langvinn sýking, bandvefssjúkdómar eða hjarta- og æðasjúkdómar. Einnig getur þetta stafað af efnaskiptasjúkdómum, eitrunum og ýmis konar ofnæmisviðbrögðum líkamans.

Hvað gerist þegar nýrun starfa ekki sem skyldi?

Einkennandi er, að nýrun geta ekki komið í veg fyrir að líkaminn tapi eggjahvítuefnum -prótíni- í þvaginu. Þetta leiðir aftur til þess að líkaminn tapar miklu magni af eggjahvítuefninu albúmíni í þvagi. Það orsakar síðan, að vökvi safnast fyrir í líkamanum og hefur auk þess áhrif á fitubrennslu í líkamanum. Við þetta hækkar kólesteról í blóðinu.

Hver er meðferðin?

Meðferðin beinist fyrst og fremst að duldum sjúkdómi, ef einhver meðferð er til gegn honum. Annars miðar meðferðin að því að draga úr einkennum með hjálp lyfja og hjálp breytinga á mataræði, til dæmis að draga úr saltneyslu.