Hjartalokuskemmdir

Hvað eru hjartalokuskemmdir?

Hjartað skiptist í tvennt, vinstri og hægri helming. Hvor hluti samanstendur af tveimur hólfum, gátt og slegli. Á milli gáttar og slegils er hjartaloka sem tryggir að blóðið geti aðeins runnið í aðra áttina, þ.e. inn í slegilinn.

Á milli slegils og slagæðar (lungnaslagæð hægra megin og ósæð vinstra megin) er einnig hjartaloka sem gegnir sama hlutverki, þ.e. að koma í veg fyrir að blóð renni til baka inn í slegilinn.

Ef lokurnar í vinstri hluta hjartans (ósæðarloka og tvíblöðkuloka) verða fyrir skemmdum vegna sjúkdóma og hætta að starfa getur það leitt til hjartabilunar, sem leiðir til vökvasöfnunar í lungum -lungnabjúgs.

Sjúkdómar í lokum hægri hluta hjartans (lungnaslagæðarloku og þríblöðkuloku) eru sjaldgæfir, en þeir geta stafað af meðfæddum galla eða verið afleiðing langvarandi vinstri hjartabilunar. Skemmdir í þessum lokum leiða til hægri hjartabilunar sem lýsir sér í vökvasöfnun í líkamanum, t.d. í lifrinni eða sem bjúgur á fótum.

Skemmdir á hjartalokum valda þrengslum, leka eða jafnvel blöndu af hvorutveggja.

Hver er orsökin?

  • Þær geta verið meðfæddar.
  • Þær geta verið afleiðing mikillar kölkunar.
  • Þær geta verið af völdum kransæðastíflu sem hefur skaðað hluta hjartavöðvans.
  • Þrátt fyrir að hjartavöðvinn geti við ákveðnar aðstæður stækkað, stækka lokurnar ekki að sama skapi. Þær eiga því erfitt með að falla þétt saman og stýra flæðinu á eðlilegan hátt.
  • Þær geta verið af völdum bakteríusýkingar.
  • Í mörgum tilfellum er orsökin óþekkt.

Hver eru einkennin?

Minniháttar hjartalokuskemmdir geta verið lítilvægar og einkennalausar. Stærri skemmdir geta einnig verið einkennislausar um tíma þrátt fyrir að þær valdi auknu álagi á hjartað. Ef ekki er brugðist við ástandinu getur það leitt til hjartabilunar.

Við þrengingu á ósæðarlokunni getur komið fram svimi, yfirlið og brjóstverkur (hjartaöng) án áreynslu. Alvarleg þrengsli geta valdið skyndidauði.

Hvernig greinir læknirinn sjúkdóminn?

Hún byggist á sjúkrasögunni og hjartahlustun þ.e. læknirinn hlustar á hjartað með hlustunarpípu. Til frekari greiningar er gerð:

  • Ómskoðun af hjartanu:
  •  Sýnir útlit lokanna og hjartavöðvans. Hjartaþræðing: Mælir þrýstinginn í sleglum og gáttum. Með skuggaefnisinndælingu er hægt að meta þéttleika lokanna.

Framtíðarhorfur og meðferðarmöguleikar

Ómeðhöndluð hjartalokuskemmd getur leitt til hjartabilunar. Hjartalokuskemmdir eru meðhöndlaðar með skurðaðgerð. Í sumum tilvikum er nauðsynlegt að setja gerviloku í stað skemmdu lokunnar og þá þarf viðkomandi að taka blóðþynningarlyf alla ævi. Ef skurðaðgerð er af einhverjum ástæðum ekki möguleg er notast við lyf sem fyrirbyggja hjartabilun.

Hvaða lyf eru nauðsynleg?

Sýklalyf (penisillín) eru notuð í stuttan tíma í tengslum við tannviðgerðir og skurðaðgerðir hjá einstaklingum með skemmdar hjartalokur, til að koma í veg fyrir sýkingar í lokunum.

Þvagræsilyf losa líkamanum við óþarfa salt og vökva.

Lyf við lélegri hjartastarfsemi sem hafa örvandi áhrif á hjartað.

Asetýlsalicýlsýra, blóðþynningaráhrif.

Segavarnalyf, blóðþynningarlyf

Nítrat lyf sem víkka út æðarnar.

  • Nítrat lyf, hraðvirk og skammvirk.
  • Nítrat lyf með langtíma virkni.