Hjartabilun

Hjartabilun er algengt sjúkdómsástand sem stafar af minnkaðri dælugetu hjartavöðvans.
Þessum bæklingi er ætlað að veita almennar upplýsingar og fræðslu um hjartabilun, tilgreina
helstu orsakir, einkenni og meðferðarmöguleika. Margir einstaklingar með hjartabilun lifa eðlilegu lífi, stunda vinnu og frístundir án teljandi vandkvæða. Með því að fara vel með sig, breyta lífsháttum, læra að þekkja einkennin og fylgja lyfjameðferðinni, er hægt að koma í veg fyrir að einkennin aukist. Einkenni hjartabilunar geta haft veruleg áhrif á hreyfigetu og þátttöku í daglegu lífi. Algengt er að fólk finni til kvíða og depurðar vegna sjúkdómsins. Við vonumst til að þessi fræðslubæklingur geti aukið þekkingu þína og hjálpað þér að lifa góðu lífi þrátt fyrir hjartabilun.

Hér er bæklinginn að finna í heild sinni.

Bæklingur þessi er gerður í sambinnu við Landspítala háskólasjúkrahús og Astra Zeneca