Hjarta- og æðasjúkdómar

 • Hvað eru hjarta- og æðasjúkdómar?Undir hjarta- og æðajsúkdóma teljast sjúkdómar í slagæðum líkamans. Þeir eru yfirleitt af völdum æðakölkunar. Einkenni fara eftir því hvaða æðar líkamans eiga í hlut en algengast er að þau komi frá hjarta, heila eða fótum.
 • Hver er orsökin?Slagæðar flytja blóð mettað súrefni og næringu til vefja líkamans. Við æðakölkun þrengjast æðarnar og minna magn blóðs kemst til vefjanna. Það leiðir til súrefnisskorts á viðkomandi svæðum.
 • ÁhættuþættirUm tvítugt byrjar æðakölkun að myndast og ágerist með árunum. Það sem eykur líkurnar á æðakölkun eru:
  • reykingar
  • fjölskyldusaga um æðakölkun
  • sykursýki
  • of hár blóðþrýstingur
  • offita
  • karlmenn eru líklegri en konur að fá hjartasjúkdóma
  • streita
  • of lítil hreyfing.

   

 • Hver eru einkenni æðakölkunar í kransæðunum (slagæðum hjartans)?Engin einkenni fylgja vægri æðakölkun í kransæðum. Við svæsnari kölkun geta komið fram brjóstverkir hugsanlega með leiðni út í vinstri handlegg. Kransæðastífla getur orðið við alvarlega æðakölkun.
 • Hver eru einkenni æðakölkunar í slagæðum heilans?Æðakölkun í heila getur leitt til blóðtappa í heila eða heilablæðingar (heilablóðfall). Stundum skýst lítill blóðtappi upp í heilann og veldur einkennum er hverfa yfirleitt innan sólarhrings. Þá geta skotist margir litlir blóðtappar sem leiða til varanlegrar skerðingar á andlegu atgervi; ákveðin tegund af elliglöpum.
 • Hver eru einkenni æðakölkunar í slagæðum fótanna?Æðakölkun í slagæðum fótanna leiðir yfirleitt til heltikasta (Claudikatio intermittens), þ.e. verkja í kálfum sem koma við gang vegna blóðþurrðar á viðkomandi svæði. Verkirnir hverfa við hvíld. Mjög slæma æðakölkun er til staðar getur hún leitt til sáramyndunar og jafnvel dreps í tám.
 • Hvernig greinir læknirinn sjúkdóminn?Greining byggist fyrst og fremst á sjúkrasögunni. Til frekari stuðnings eru gerðar viðeigandi rannsóknir m.t.t. hvert grunurinn beinist, t.d. hjartalínurit, tölvusneiðmynd af höfði eða ómskoðun af æðum ganglima.

  Sjálfshjálp Rétt er að hugleiða hvort hægt sé að forðast hjarta- og æðasjúkdóma með því að hugleiða hvort einhverjir af ofangreindum áhættuþáttum séu til staðar. Því fleiri áhættuþætti sem þú ert með því meiri líkur eru á þróun æðakölkunar.

  • Hætta að reykja.
  • Borða hollan, grófan, fitusnauðan og fjölbreyttan mat. Forðastu mettaðar fitusýrur.
  • Halda kjörþyngd.
  • Hreyfa sig meira reglulega.
  • Sykursýkissjúklingar ættu að fylgja þá meðferðinni vel eftir.
  • Fylgst vel með blóðþrýstingnum.

   

 • RáðleggingarEf þú telur þig vera með einkenni æðakölkunar skaltu hafa samband við lækni. Hann fer yfir málin með þér og metur hvort þörf sé á frekari rannsóknum eða meðferð. Ef meðferð er hafin snemma getur það dregið úr þróun æðakölkunar.
 • grein þessi birtist fyrst 11.11. 2002 en hefur nú verið uppfærð