Geðklofi

Geðklofi (schizophrenia) er einn þeirra mörgu sjúkdóma sem fólk getur fengið. Einkennin eru margvísleg og einstaklingsbundin. Þau eru m.a. fólgin í sérkennilegum breytingum á andlegu ástandi og hegðun. Það er sameiginlegt með sérkennilegum eða undarlegum einkennum að þau verða oft torskilin og valda ótta, einkum þegar takmörkuð þekking er fyrir um eðli þeirra. Viðbrögð fólks við geðklofa hafa því oft mótast af ótta, fordómum og jafnvel andúð. Hér er hægt að sækja allan bæklinginn á pdf formi…