Félagsfælni

Félagsfælni hefur myndast þegar sjúklegur ótti og kvíði skapast við það að vera innan um fólk. Þá er kvíðavaldurinn sá að vera í fjölmenni eða þar sem athyglin beinist að manni. Sá sem þjáist af félagsfælni óttast að hann verði sér til skammar með því að roðna, stama, tapa þræðinum eða þá að hann ímyndar sér að öðrum finnist hann lítilmótlegur og misheppnaður. Hann hugsar ekki um annað en innri vanlíðan sína, sem veldur því að hann nýtur ekki augnabliksins og getur ekki einbeitt sér að þeim verkefnum eða samskiptum sem fyrir liggja.  Hér er hægt að nálgast allan bæklinginn á pdf formi.