Búksveppir af völdum hringorms

Hvað er hringormur?

Hringormur eða búksveppur er húðsveppasýking sem orsakast af sveppum. Til eru þrjár tegundir húðsveppa sem er að finna í jarðvegi (Geofile), á dýrum (Zoofile) eða fólki (Antropofile). Þeir sveppir, sem valda hringormi berast yfirleitt frá dýrum. Fræðiheitið yfir hringorma er tinea corporis eða dermatophyosis corporis et extremitas.

Hver er orsökin?

 • Í flestum tilvikum berst sýkingin frá dýrum (hundum, köttum, kálfum, hömstrum og naggrísum). Flest spendýr hafa einhverskonar húðsvepp án þess þó að hann valdi þeim óþægindum. Þrátt fyrir það getur dýrið smitað aðra.
 • Smithætta stafar af börnum með hringorm.
 • Sjaldgæft er að fullorðnir smitist. Þó eru bændur og fólk í skinnaiðnaði í áhættuhópi.

Hver eru einkennin?

 • Yfirleitt er um fáa hringorma að ræða, í mismunandi stærð eða allt frá nokkrum millimetra rauðum blettum sem eru að stærð, upp í nokkra sentimetra.
 • Hringormar eru hring- eða sporöskjulaga og rauðir, hrjúfir á köntunum. Húðin er eðlileg inni í hringnum, en getur þó flagnað.
 • Sveppurinn vex frá miðju hringsins og er einungis virkur á jöðrunum.
 • Þessu fylgir yfirleitt mikill kláði.

Hverjir eru í áhættuhópi?

 • Börn sem eru mikið innan um dýr.
 • Bændur.
 • Fólk í skinnaiðnaði.

Holl ráð

Erfitt er að forðast húðsveppi þar sem þeir eru alls staðar í umhverfinu. En reyna má að forðast dýr og einstaklinga með húðsveppi.

Hvernig greinir læknirinn sjúkdóminn?

 • Yfirleitt byggist greiningin á sjúkdómseinkennum.
 • Einnig er hægt að taka sýni til ræktunar. Sumir sveppir dafna vel þegar lýst er á þá með úfjólubláu ljósi.

Batahorfur

 • Ef meðferð er beitt mun sveppurinn hverfa mjög fljótlega.

Hver er meðferðin?

 • Sveppalyf sem borin eru á sýkta svæðið.
 • Töflukúr gegn sveppasýkingu.

Hvaða lyf eru í boði?

 

 • Sveppalyf við húðsveppum (áburður, sápa)

 

Canesten® Lamisil® Loceryl®
Pevaryl® Dermatín® Daktacort®
Daktar® Fungoral®

 

 • Sveppalyf við húðsveppum (til inntöku)

 

Fungoral® Candizol® Diflucan®
Lamisil® Sporanox®