Berkjubólga – bráð

 

 • Hvað er bráð berkjubólga?

 

Bráð berkjubólga er bólguástand sem kemur skyndilega í lungnaberkjunum. Sjúkdómsgreiningin er mismunandi eftir því hvort um er að ræða fullorðinn einstakling eða barn.

 

 • Hjá börnum: Læknirinn notar oft þessa sjúkdómsgreiningu ef barn fær öndunarerfiðleika í tengslum við slæmt kvef, sem oftast er vegna veirusýkingar.
 • Hjá fullorðnum: Þegar t.d. fólk og þá oft reykingafólk sem er með langvinna berkjubólgu eða lungnateppu fær slæmt kvef og versnar skyndilega og þá kannski oftar vegna bakteríusýkingar.

 

 

 

 • Hver er orsökin?

 

 • Kvef (oftast veirusýking), sem fer í lungun.
 • Bakteríusýking í kjölfar veirusýkingar.
 • Getur í einstaka tilvikum orsakast af efnum í andrúmsloftinu, ryki o.þ.h.

 

 • Hvað gerist í berkjunum við bráða berkjabólgu?

 

Veirur/bakteríur valda bólgu í berkjunum sem hefur í för með sér:

 • Ertingu í loftvegunum sem veldur hósta.
 • Að bólgan ýtir undir slímmyndun og viðkomandi fær uppgang.
 • Bólgu í slímhúð lungnaberkjanna, sem og aukna slímmyndun, sem leiðir til þrengingar á loftvegum sem veldur hvæsandi/pípandi öndunarhljóðum.
 • Bráð berkjubólgan getur valdið hita, þreytu og almennri vanlíðan.

 

 • Hvað ber að varast við bráða berkjubólgu?

 

 • Tóbaksreyk.
 • Kulda og raka.
 • Mengun í andrúmslofti.

 

 • Hvað er til ráða?

 

 • Drekka mikið vatn.
 • Hósta og reyna að ná upp slíminu.

 

 • Hvenær á að leita læknishjálpar?

 

 • Við mikla öndunarerfiðleika.
 • Ef blámi kemur á varir.
 • Ef öndunarþreyta verður.
 • Ef kastið er óvanalega slæmt.
 • Ef kastið varir lengur en í tvær vikur.

 

 • Er lyfjameðferð nauðsynleg?

 

 • Ef berkjubólgan stafar af bakteríusýkingu er hægt að fá sýklalyf við henni.
 • Ef orsakir hennar eru aðrar (t.d. vírus) er ekki hægt að meðhöndla orsökina. Meðferðin beinist þá að því að minnka eða koma í veg fyrir fylgikvilla.
 • Skammvirk berkjuútvíkkandi lyf (Beta2 agonister) eru notuð til að minnka einkenni, einkum hjá börnum.

 

 • Hvaða lyf eru í boði?
 • Berkjuvíkkandi lyf með skammtímavirkni

 

eru notuð við vægum einkennum sem koma ekki daglega fram með eða án bólgueyðandi hormónalyfja. Má nota ef astminn versnar skyndilega.

 

 • Innúðalyf

 

(innöndunarlyf). Stuttverkandi lyf sem draga úr berkjusamdrætti (Beta2agonistar)
Airomir® Berotec® Berotec®200 Bricanyl®
Bricanyl®depot. Bricanyl®Turbuhaler Buventol Easyhaler® Salbutamol „NM“
Ventolin Ventonline®

 

 • Töflur sem draga úr

 

slímmyndun og víkka út berkjurnar. Hægt að nota samfara berkjuslakandi lyfjum (Beta 2 agonistum) eða sem fyrirbyggjandi við áreynslubundinn astma:

 

 • Innúðalyf

(innöndunarlyf).

Accolate® Singulair

Stuttverkandi lyf sem minnka berkjusamdrátt (Cholin blokkarar). Notuð ein sér eða með öðrum lyfjum sem draga úr berkjusamdrætti (Beta 2 agonistum)

 

 • Innúðalyf

(innöndunarlyf). Barksterar (bólgueyðandi nýrnahettuhormón)

Atrovent®

 

eru notaðir gegn astmaeinkennum sem kalla á daglega notkun berkjuslakandi lyfja:

 

 

 • Lyf sem drag a úr berkjusamdrætti
Aerobec Forte Autohaler Beclomet®Forte Flixotide®
Flixotide diskus. Pulmicort Pulmicort Turbuhaler®

 

með langtímavirkni eru notuð við erfiðum
daglegum einkennum ásamt lyfjum sem draga úr slímhimnubólgu lungnaberkjanna (bólgueyðandi barksterar) og lyfjum sem minnka ertingu í loftvegunum.

Innúðalyf sem draga úr berkjusamdrætti(Beta 2 agonistar) með langtímaverkunTöflur og lyf til inndælingar sem draga úr berkjusamdrætti(Beta 2 agonistar)til inndælingar sem draga úr berkjusamdrætti(Beta 2 agonistar)

Foradil® Oxis turbohaler
Serevent® Serevent Diskus
Töflur, Mixtúra, lyftil inndælingar og endaþarmsstílar sem draga úr berkjusamdrætti með langtímaverkun

Bambec® Bricanyl®
Ventoline®


Theo-Dur Unixan®

 

 • Töflur

 

 

og lyf til inndælingar (í sprautuformi). Barksterar (bólgueyðandi nýrnahettuhormón) ef ástandið versnar mikið og krefst það þá oftast innlagnar á sjúkrahús. og lyf til inndælingar (í sprautuformi). Barksterar (bólgueyðandi nýrnahettuhormón) ef ástandið versnar mikið og krefst það þá oftast innlagnar á sjúkrahús.

 

 • Innúðalyf

 

(innöndunarlyf), sem hindrar losun bólgumyndandi efna sem myndast í sumum frumum líkamans og geta komið í veg fyrir kast ef sjúkdómurinn er ekki á háu stigi.

Lomudal®