Asíuflensan HABL

Spurning: Í hvaða löndum hefur HABL náð útbreiðslu?
Svar: HABL hefur náð útbreiðslu í Kína (einkum í Hong Kong Guangdong-héraði, Beijing, Shangxi og Taiwan), Toronto í Kanada, í Singapore, og í Hanoi í Vietnam. Sjúkdómurinn hefur borist frá áðurnefndum svæðum til annarra landa, en víða hefur tekist að koma í veg fyrir áframhaldandi smit með einangrun tilfella.

Spurning: Hvað veldur sjúkdómnum?
Svar: Allt bendir til að ný tegund coronaveiru sé orsök sjúkdómsins. Coronaveira er einn af þekktum orsakavöldum kvefs. Hugsanlegt er að þessi nýja tegund hafi borist í menn úr dýrum. Vonir standa til að fljótlega verði hægt að greina sjúkdóminn á rannsóknastofu.

 

Spurning: Hver eru einkenni HABL?
Svar: Samkvæmt nákvæmum sjúkdómslýsingum frá mörgum löndum byrja veikindin oftast snögglega með háum hita, beinverkjum, hrolli og þurrum hósta. Við röntgenmyndatöku 34 dögum eftir upphaf einkenna má sjá breytingar á lungnamynd hjá stórum hluta sjúklinganna. Hjá 8090% HABL-sjúklinga koma batamerki eftir 67 daga, en hjá hinum aukast veikindin með öndunarbilun og þörf á meðferð í öndunarvél, sem í sumum tilfellum hefur tekið langan tíma. Dánarhlutfallið er 34% og virðist sem fólk eldra en 40 ára, með aðra undirliggjandi sjúkdóma, sé í mestri hættu.

 

Spurning: Er hægt að gefa meðferð gegn sjúkdómnum?
Svar: Engin sértæk meðferð er þekkt við sjúkdómnum. Góð aðhlynning virðist koma að gagni.

 

Spurning: Hvernig berst smitið manna á milli?
Svar: Smitleiðin er ekki að fullu þekkt en allt bendir til að náin samskipti þurfi til að smit berist áfram til annarra. Að öllum líkindum er um dropa- og snertismit að ræða sem þýðir að smit getur borist til einstaklinga í nánasta umhverfi, t.d. við hósta og með höndum sem mengast hafa af öndunarfæravessum.

 

Spurning: Er þörf á einangrun ferðamanna við heimkomu frá svæðum þar sem útbreiðsla á sér stað í samfélaginu?
Svar: Nei, ekkert bendir til að einkennalausir einstaklingar séu smitandi. Ef viðkomandi er einkennalaus, en vitað er að hann hefur verið í nánum samskiptum við sjúkling með HABL getur verið þörf á ákveðnu eftirliti.

 

Spurning: Hver er meðgöngutími sýkingarinnar?
Svar: Í flestum tilfellum 2–7 dagar en getur verið allt að 10 dögum.

 

Spurning: Hvernig er hægt að draga úr líkum á því að smitast ef maður er staddur á svæðum þar sem HABL hefur breiðst út í samfélaginu?
Svar:
Líkurnar á smiti úti í samfélaginu eru þrátt fyrir allt litlar. Draga má enn frekar úr þeim með góðum handþvotti og með því að forðast mannsöfnuði. Ef maður neyðist til að vera á fjölmennri samkomu kemur til greina að bera grímu. Grímurnar eru af mismunandi gæðum og gefa misgóða vörn og er skynsamlegt að afla sér upplýsinga um gæði þeirra.

Spurning: Er allt í lagi að taka á móti bréfum og hlutum frá svæðum þar sem útbreiðsla á sér stað í samfélaginu?
Svar: Já, það er ekkert sem bendir til að smitefnið geti borist á milli með innfluttum vörum og bréfum frá slíkum svæðum. Veiran lifir einungis 23 klukkustundir utan líkamans.

 

Spurning: Ég er á leiðinni til Asíu eftir nokkra daga, á ég að fara?
Svar: Allt bendir til að sóttin sé ekki mikið smitandi og að nána samveru þurfi svo að smitið berist á milli. Svo virðist hins vegar sem ekki hafi tekist að hefta útbreiðslu sóttarinnar á vissum svæðum í Kína (Guangdong-héraði, Hong Kong og Peking). Sóttvarnalæknir ræður því fólki frá að ferðast til áðurnefndra svæða, nema nauðsyn krefji, á eftirfarandi forsendum:

 

HABL-smit á sér stað hjá öðrum en heilbrigðisstarfsmönnum og aðstandendum tilfella.

Töluverður hluti tilfella í öðrum löndum á upphaf sitt á þessum svæðum.

Vafi leikur á að tilkynningar á tilfellum og rakning smitleiða sé sem skyldi og grunur er um HABL-smit sé til staðar í samfélaginu.

Auk þess er heilbrigðiskerfið á þessum svæðum undir miklu álagi sem getur leitt til lakari ummönnunar en ella ef þörf er á læknishjálp á ferðalaginu.

Vitað er um útbreiðslu smits í Singapore, Shanxi-héraði, Taiwan og Toronto en smitið er bundið við heilbrigðisstarfsmenn og aðstandendur tilfella og hefur ekki leitt til sambærilegs álags á heilbrigðisþjónustuna og í Hong Kong og Guangdong.

Tilkynningar um einstaka tilfelli hafa borist frá öðrum landsvæðum í Asíu. Líkur á smiti hjá ferðamönnum þar verða að teljast sáralitlar um þessar mundir.

Sóttvarnalæknir fylgist náið með framgangi sóttarinnar og eru þessar ráðleggingar breytilegar og aðlagaðar að stöðunni á hverjum tíma.

16. apríl 2003 Sóttvarnalæknir