Alzheimer-sjúkdómur

 • Hvað er Alzheimer-sjúkdómur?

Alzheimer-sjúkdómur leiðir til hrörnunar heilans og vitglapa (dementia). Einkenni sjúkdómsins koma fyrst og fremst fram í lélegu minni og þverrandi hæfni til að takast á við lífið og tilveruna. Sjúklingurinn missir raunveruleikatengsl. Sjúkdómurinn þróast hægt á nokkrum mánuðum allt upp í hálft ár. Í byrjun getur verið erfitt að átta sig á hvort um er að ræða sjúkdóm, það kemur þó fljótlega í ljós þegar einkennin fara að segja til sín. Sjúkdómurinn er einkum algengur hjá rosknu fólki en til eru dæmi um að hann herji á ungt fólk. Sjúkdómurinn þróast hægt en bítandi og leiðir til dauða eftir 7 til 10 ár. Alzheimer-sjúkdómur er algengasta orsök andlegrar hnignunar, vitglapa. Það má reikna með því að 4,4% fólks yfir 65 ára fái sjúkdóminn og 22.2% fólks yfir 90 ára. Þar sem meðalaldur okkar er alltaf að hækka þá eykst líka fjöldi þeirra sem þjást af Alzheimer.

 

 • Hver eru einkennin?
 • Minnistap, sem kemur fram sem skert færni á vinnustað.
 • Erfiðleikar við að framkvæma flóknari verk, sem áður voru auðveld.
 • Talörðugleikar
 • Einstaklingurinn áttar sig illa á tíma og stað
 • Dómgreindarleysi
 • Erfiðleikar við rökhugsun
 • Hugarfarsbreytingar
 • Persónuleikabreytingar
 • Skortur á frumhvæðiÁ byrjunarstigi Alzheimer-sjúkdóms er sjúklingurinn meðvitaður um að minnið byrjar að bresta. Þegar á líður minnkar þessi meðvitund. Tímabilið fram að þessu getur valdið óþægindum. Tilfinningar eins og hræðsla, ringulreið og vonleysi geta verið áberandi. Þessar óþægilegu tilfinningar hverfa hjá sjúklingnum þegar sjúkdómurinn ágerist. Hinsvegar eykst vandi aðstandenda.

 

Sjálfshjálp

 • Ef einkenna verður vart skal hafa samband við lækni til að ganga úr skugga um orsakirnar og byrja hugsanlega meðferð.
 • Sem aðstandandi skal forðast aðstæður þar sem margt er um manninn, mikill hávaði sem og staði sem eru sjúklingnum ókunnugir. Slíkar aðstæður vekja óöryggi hjá sjúklingnum.

 

 • Hvernig greinir læknirinn sjúkdóminn?

Margir aðrir sjúkdómar hafa svipuð einkenni í för með sér, og til eru virkar meðferðir við þeim. Því er nauðsynlegt að ganga úr skugga um hvort einhver annar sjúkdómur sé að baki ástandinu. Með blóðsýni má greina hvort um sé að ræða efnskiptasjúkdóma, vítamínskort (þá aðallega B-12), sýkingu eða vökvatap. Læknirinn sker úr hvort um er að ræða þunglyndi, sem getur haft svipuð einkenni í för með sér, en hægt er að meðhöndla. Þar að auki er tekin tölvusneiðmynd af heilanum og er sjúklingurinn jafnvel settur í segulómun, sem styður greininguna. Endanlega greiningu er hægt að fá með vefsýni úr heila, það er þó yfirleitt ekki nauðsynlegt.

 

 • Batahorfur

Án meðhöndlunar verður Alzheimer-sjúkdómur kominn á það stig innan árs að sjúklingurinn þarf að leggjast inn á stofnun, sjúkrahús eða elliheimili. Vitglöpin versna stöðugt á næstu 7 til 10 árum og leiða loks til dauða.

 

 • Hver er meðferðin og hvaða lyf eru gefin?
 • Í Alsheimer hefur aðallega verið horft á tvö boðefnakerfi. Acetylkolinkerfið og Glutamatkerið, en bæði þessi kerfi eru talin skipta miklu máli fyrir vitræna starfsemi. Glutamatkefið er einnig talið mikilvægt fyrir nám og minni.
  Til margra ára hafa einungis verið til lyf sem virka á Acetylkolinkerfið. Við vitræna skerðingu er talin vera vöntun á acetylkolini, en þessi lyf blokka acetylkolinesterasa sem er ensímið sem brýtur niður acetylkolin. Þannig auka lyfin framboð á acetylkolíni, lyfin eru; Donepezil (Aricept), Rivastigmin (Exelon) og Galantamin (Reminyl).
  Nú er komið á markað nýtt lyf sem hefur áhrif á Glutamatkerfið. Við Alzheimer truflast verkun Glutamatskerfisins, vegna offramboðs á glutamati og veldur með því taugaskemmdum. Nýja lyfið Memantin (Ebixa)kemur jafnvægi á glutamatkerfið þannig að eðlileg boðskipti komast á á nýjan leik.
 • Með lyfjum er hægt að hægja á sjúkdómnum, en ekki lækna hann. Nauðsynlegt er fyrir aðstandendur og einstaklinginn sjálfan að leita félagslegrar aðstoðar og vera í góðu sambandi við fagfólk.