Þorskur í sítrónu og möndluhjúp

Hvað þarftu?

  • Þorskhnakkar 800g
  • 1 lífræn sítróna (safi og börkur)
  • Hálfur bolli af möndlum (hakkaðar)
  • 1 tsk ferskt dill
  • 2 msk ólífuolía
  • 1 tsk salt
  • Malaður pipar
  • 4 stk Dijon sinnep
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 250 g ferskt spínat

Skref 1

Hitaðu ofninn í 200 gráður á yfir og undirhita

Skref 2

Blandaðu saman í lítilli skál sítrónuberki, möndlum, dilli, 1 msk af olíu og hálfri teskeið af salti og kryddaðu með muldum pipar. Setti fiskinn í ofnfast mót, best er að smyrja hann  með sinnepi á báðum hliðum og smyrja svo blöndunni sem þú varst að búa til ofan á hann

Skref 3

Baka fiskinn í ofni þar til möndlublandan er orðin brúnleit og stökk. Tíminn fer eftir þykkt fiskstykkjanna en það má gera ráð fyrir 8-10 mínútum.

Skref 4

Á meðan fiskurinn er í ofninum er gott að hita afganginn af ólífuolíunni með hvítlauknum á pönnu þar til hann er aðeins að byrja að litast og svissa svo spínatið með restinni af sítrónusafanum og saltinu þar til allt blandast saman og spínatið verður mjúkt. Gott er að setja lok yfir til að þetta sjóði aðeins í 2-4 mínútur og blandist vel saman með því að snúa reglulega.

Skref 5

Best er að bera fiskinn fram á spínatinu. Annað meðlæti eins og gulrætur eða tómatar skornir í bita með fetaosti er ljúffengt til viðbótar.

Verði þér að góðu

 

Uppskrift fengin af vef  www.eatingwell.com

Höfundur greinar