Streita íþróttafólks

Inngangur

Streita er sú reynsla sem íþróttamaður skynjar við mikið álag eða spennu. Ef keppnismaður er í þannig aðstöðu, hvort sem er í keppni eða á æfingu, þá er mjög líklegt að það hafi slæm áhrif á hans frammistöðu. Þjálfari getur gripið inn í með þjálfun og aðlagað eða stjórnað spennu íþróttamannsins. Iðkendur sem hafa of hátt spennustigi í keppni þurfa að auka spennuna í þjálfuninni (mynsturþjálfun/keppnislíkþjálfun).

Góð ráð til að forðast streitu

Æfa reglulega. Regluleg líkamleg áreynsla gefur tilfinningum vissa útrás og hreinsar það adrenalín sem safnast saman við streituvaldandi ástand og þar af leiðandi líður viðkomandi vel að lokinni æfingu. Hafi íþróttamenn háa sálræna spennu, getur verið heppilegt að hafa upphitunina langa. Borðið hollan mat. Sjáðu til þess að þú fáir nóg af vítamínum og steinefnum. Eitt besta ráð til þess er að borða fimm ávexti og grænmeti á dag. Góður svefn. Misjafnt er hversu mikið hver og einn þarf að sofa, allt frá fimm klukkustund til 10 klukkustunda. Með því að fylgjast grannt með sjálfum sér þá finnið þið fljótlega út hversu mikið ÞIÐ þurfið að sofa til að ná YKKAR besta fram.

Hugsið skýrt og setjið ykkur raunhæf markmið og vinnið hægt og skipulega í gegnum vandamálin. Mundu að þú ert mannlegur og það er mannlegt að gera mistök. Lærðu að líta á mistök sem hlut sem við lærum af og vandamál eru til þess að glíma við.

Hugsaðu jákvætt, um jákvætt andrúmsloft og umhverfi. Hugsaðu um stað og stund þar sem þú varst í kyrrlátu og afslöppuðu umhverfi. Reyndu að upplifa þetta ástand að nýju í huga þínum, t.d. sjá umhverfið fyrir sér, hljóð eða lykt sem þú upplifðir. Eftir 5-10mín. mun þér líða mun betur og hugurinn getur nánast ekki greint á milli þíns hugarheims og þess umhverfi sem þú ert staddur í. Sumir vilja kannski kalla þetta dagdrauma. Sættu þig við þína sterku og veiku hliðar og njóttu þess að vera þú sjálfur. Ef þú ert ekki sáttur með sjálfan þig þá geturðu ekki ætlast til þess að aðrir geri það. Þú verður líka að skilja það að þú getur ekki breytt öðrum, aðeins þér sjálfum.

Slakið reglulega á. Þjálfið slökun með slökunaræfingum. Með því að stunda slökunaræfingar reglulega getur það hjálpað til við að losa um spennu og hlaða sig upp á nýtt.

Nudd er líka góð og árangursrík aðferð við spennulosun.

Sjá einnig heimasíðu Erlings