Spegillinn – Átraskanir

Átraskanir (Lystarstol anorexia nervosa og Lotugræðgi bulimia nervosa ) eru meðal flóknustu og erfiðustu geðsjúkdómanna. Sjúkdómurinn læknast ekki af sjálfu sér, og það er erfitt að meðhöndla hann. Þetta er langvinnur sjúkdómur og yfirleitt upplifa sjúklingar innri togstreytu gagnvart meðferð. Mikilvægt er að greina sjúkdóminn snemma, meðhöndla sjúklinginn strax til að draga úr hættu á alvarlegum afleiðingum. Sjúkdómurinn er lífshættulegur. Mikilvægt er að fá sjúklinginn til að viðurkenna vandann svo hægt sé að hjálpa honum.

   Helstu áhættuhópar eru:

   • Konur á aldrinum 13 -25 ára.
   • Algengir félagslegir áhættuhópar eru fimleikar, sund, frjálsar, ballet og dansíþróttir.
   • Fyrirmyndir úr tískuheiminum móta ,,steriotýpuna“.

   Meðferðaraðilar / meðferðarúrræði:

   • BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landspítalans. 
   • Göngudeild geðdeildar Landspítala.
   • Deild 33-C Landspítala
   • Sálfræðingar, sjálfstætt starfandi tíminn kostar ca. 5000.-.
   • Skólahjúkrunarfræðingar
   • Næringarfræðingar, sjálfstætt starfandi tíminn kostar ca. 5000.-.
   • Heimilislæknar.
   • Foreldrar.

   Afleiðingar:

   • Léleg sjálfsmynd.
   • Orkuleysi.
   • Félagsleg einangrun.
   • Svefntruflanir.
   • Hægari hjartsláttur
   • Þráhyggja.
   • Beinþynning.
   • Tíðarstopp.
   • Aukin vöxtur líkamshára.
   • Hárlos.
   • Lækkaður líkamshiti.
   • Dauði.
   • Sjúklega lág líkamsþyngd.
   • Ónæmiskerfið veikist.

      

   Áhrif á fjölskyldu eru

   • Óvissa og úrræðaleysi.
   • Skilningsleysi samfélagsins.
   • Meðvirkni og vanmáttakennd.
   • Mikil fjárútlát.

      

   Hvernig sjáum við sem aðstandendur / foreldrar að barnið okkar, eða okkar nánasti er með átröskun og þetta er orðið vandamál sem einstaklingurinn ræður ekki við? Það er fyrst og fremst atferli einstaklingsins sem smám saman breytist það gerist yfirleitt hægt og því verðum við ekki svo mikið vör við það. Breytingar hjá einstaklingi geta t.d. verið á þessa leið:

   Einstaklingur byrjar að hafa áhyggjur af þyngd og í framhaldi af því fer hann í megrun, ætlunin er að missa einhver kíló en svo missir hann stjórnina og ætlar alltaf bara að léttast um 1-2 kg í viðbót. Á endanum eru kílóin oft orðin mörg og einstaklingurinn búinn að missa stjórnina. Líkamsímyndin verður brengluð og einstaklingurinn upplifir ummál líkamans meira og stærra en það í raun er.

   Oft byrja þessir einstaklingar á að taka eina og eina fæðutegund út úr og hætta að borða nammi og allt sem er sætt svo hætta þeir að borða fleiri og fleiri tegundir þar til mjög fáar fæðutegundir eru eftir. Þau borða yfirleitt mjög hægt og brytja matinn niður í pínulitla bita. Einstaklingarnir hætta að finna til þreytu og svengdar og allur matur bragðast yfirleitt eins. Þeim er alltaf kalt, hafa frekar lítið úthald, það verða hormónatruflanir, tíðarblæðingar hætta og getur það haft langvarandi áhrif á frjósemi kvenna. Það verður mikið hárlos og .essir einstaklingar eiga oft erfitt með svefn og mestar hugsanir snúast um hvernig þeir geti forðast að borða þennan daginn. Þeir einangra sig mjög félagslega þ.e.a.s. fara lítið út á meðal félaga því það er svo mikið verið að fá sér nammi og hitt og þetta í félagahópnum t.d að fara í bíó þá þýðir það popp og kók eða eitthvað slíkt, svo best er að sleppa bara bíó þá er ekki þessi freisting til staðar.

   Hvað er til ráða:

   Þolinmæði og þrautsegja er það sem aðstandendur þurfa að hafa nóg af. Atferlismeðferð hefur reynst vel með átröskunarsjúkdóma. Aðstandendur þurfa að vera vel á verði og við fyrstu einkenni að leita sér aðstoðar en þó gripið sé snemma inn í getur sjúkdómurinn versnað. Úrræðaleysi er mikið í málefnum átröskunarsjukdóma, en á Barna og unglingageðdeild er símatími milli kl 10.30 – 11:.30 og er þar hjúkrunarfræðingur sem heitir Helga sem svarar í símann og veitir ráðgjöf. Ef einstaklingur er orðin 18 ára þá er haft samband við Geðdeild Landspítalans.

   Spegillinn er samtök fyrir aðstandendur átröskunarsjúklinga.

   Markmið samtakanna eru:

   • Að opna umræðuna um hættuna sem stafar af átröskun (Lystarstol anorexia nervosa og Lotugræðgi bulimia nervosa ).
   • Beita þrýstingi á heilbrigðiskerfið fyrir bættri aðstoð og þjónustu fyrir átröskunarsjúkdóma.
   • Stuðningur við sjúklinga og aðstandendur.
   • Auka þekkingu á orsök og afleiðingum átröskunar.
   • Aðstoða aðstandendur við að leita sér aðstoðar.
   • Vinna að forvörnum.

   Hlutverk samtakanna er:

   • Að auka þekkingu á orsök og afleiðingum átröskunar.
   • Vinna að forvörnum.
   • Vera með stuðningshópa fyrir aðstandendur.
   • Fylgjast með gæðum þeirra þjónustu sem veitt er og vera stuðningur.
   • Vera með eftirfylgnihópa fyrir sjúklinga á bataleið.

   Sími Spegilsins er 6610400 og heimasíða er www.spegillinn.is og verður hún vonandi orðin virk á næstu dögum.

   Stjórn Spegillsins fór á fund Heilbrigðisráðherra og á þeim fundi var ákveðið að setja á laggirnar nefnd sem vinnur að heilstæðri meðferðarstefnu fyrir átröskunarsjúklinga, í þessari nefnd verða meðal annars 1 aðili frá barnageðdeild,1 frá geðdeild Landspítala og 1 frá Speglinum ásamt fleira fóki. Þessi nefnd verður vonandi skipuð á næstu dögum.