Sítrónu kjöthleifur

Uppskriftin er fyrir fjóra

Þennan rétt er gott að útbúa deginum áður en hann er eldaður en það er þó engin nauðsyn.

Efni:

 • 500 gr. hakk – nauta eða svínahakk
 • 50 gr. ristaðar furuhnetur
 • 75 – 100 gr. nýrifinn paramesan ostur
 • 2 stórar sítrónur – börkurinn rifinn smátt á rifjárni
 • safi úr hálfri sítrónu
 • 50 gr. brauðmylsna
 • 1 egg

Krydd:

 • 1 bolli fersk steinselja – saxað smátt
 • 10-20 blöð fersk sítrónumelissa – saxað smátt
 • 1 msk. jurtasalt
 • 1 msk. svartur pipar
 • 1 msk. Taasa masala (Pottagaldrar)
 • 1 tsk. karrý
 • 1 tsk. túrmerik

Annað:

1 bolli mjólk til að hella yfir kjötið áður það er steikt

Aðferð:

Öllu efninu er blandað vel saman hrærivél. Útbúið hleif og setjið í eldfast mót. Hellið 1 bolla af mjólk yfir hleifinn. Bakið í 200°C heitum ofnið í u.þ.b. 30 mín.

Meðlæti:

Gott pasta hentar vel með þessum rétti en sjálfri finnst mér tagliolini (t.d. frá DeCecco) passa vel með honum. Gera þarf ráð fyrir u.þ.b. 5 rúllum af tagliolini á mann.

Nýrifinn parmesan

Gott grænt salat með ólífum, olíu og balsamediki.

Allt krydd og grænmeti í þennan rétt er hægt að fá í heilsuhorni Blómavals.

Aðrar uppskriftir á Doktor.is

Vín

Eðalvín mæla með Era Sicilia D’Avola Lífrænt ræktað rauðvín frá Trapani á Sikiley. Handtýnd vínber sem vaxa í kalkmiklum jarðvegi. Rúbín rauður litur, frekar kryddað en samt ávaxtaríkt. Vín í frábæru jafnvægi Mjög gott vín á mjög góðu verði. Þeir sem ekki hafa þolað rauðvín hingað til, ættu að prófa þetta.

Fæst í Heiðrúnu og Kringlunni kr. 1.090.-