Offita og megrun – sálræni þátturinn

Þeir sem eru í megrun og þurfa að grenna sig, hvort sem það er í gegnum líkamsrækt, mataræði eða annað mega ekki gleyma sálræna þættinum.

Í undirmeðvitundinni er löngun og vani sem keyrir fólk áfram í ofátinu, og ef ekki er tekið á þessum þætti samhliða líkamsrækt og mataræði þá geta allar tilraunir til að grennast runnið út í sandinn þar sem vaninn og löngunin er einstaklingnum yfirsterkari.

Öll vitum við hvernig á að grennast, heilu bækurnar hafa verið skrifaðar um þau einföldu sannindi að borða minna og hreyfa sig meira, að framfylgja þessu ætti að vera ákaflega einfalt, ef við stjórnuðum þessu meðvitað sjálf.

Þá væri bara nóg að taka ákvörðun og standa við hana, en um það hnjótum við flest.

Þó við vitum nákvæmlega hvað á að gera, þá bara gerist það ekki. Eitthvað í huga okkar sem við festum ekki endilega hendur á, stoppar okkur, og hindrar það að ákvörðuninni sé framfylgt. Þetta hefur ekkert með sjálfsaga að gera, það er undirmeðvitundin sem hér er að verki. Hún hefur aldrei fengið skilaboðin um ákvarðanir hins meðvitaða huga.

Þegar fólk ákveður meðvitað að hætta að borða góðan mat þá gefur það undirmeðvitundinni skilaboð um að það verði matarskortur næsta mánuðinn, þannig að það sé eins gott að birgja sig upp núna og njóta þess meðan hægt er.

Þeir sem eru of feitir og langar til að grennast, eru á hverjum einasta degi að gefa skilaboð, um þessa væntanlega megrun, þannig borða þeir meira en þeir þurfa og taka því rólega því þau eiga eftir að erfiða svo mikið á morgun eða þegar átakið hefst.

En hvað er til ráða, hvernig losum við um vanans djúpu rætur.


Smelltu hér til að lesa
meira um diskinn…

Fyrir nokkrum árum kom út geisladiskurinn Losnað við kílóin, hann hefst á slökun og er stútfullur af jákvæðum staðhæfingum og markvissu ferli sem virkar beint á undirmeðvitundina.

Ekki taka ákvörðun um að þú ætlir að megrast, heldur byrjaðu að mata undirmeðvitundina á fyrirskipununm með því að hlusta daglega á geisladiskinn Losnað við kílóin, án þess að gera nokkuð annað. Skilaboðin seytla inn smátt og smátt og breytingin gerist smátt og smátt. Þannig breyting er varanleg. En ef þú tekur ákvörðun og ætlar að gera það með stæl, og ferð út í einhverjar rosa aðgerðir, þá myndast bakslag gegn áformum þínum. Þá þarftu að berjast við óttann við skort og væntanlega vanlíðan vegna megrunarinnar.

Ekki hugsa um megrunina meðvitað. Hlustaðu bara á geisladiskinn og slappaðu af og ekki hugsa um það þess á milli. Ekki tala um það við neinn, því þá myndast þrýstingur um að þú verðir að ná árangri, eða sýna fram á að þú megrist fljótlega.

Það má aldrei hafa sektarkennd yfir því að borða mat. Ef þú hefur sektarkennd yfir því að borða mat, þá ertu að vinna gegn eðlilegri starfssemi líkamans. Þetta er gagnstætt lífinu. Allir verða að borða. Hví ætti fólk að hafa sektarkennd yfir því að næra sig, og lifa? Ef þú ert með sektarkennd yfir því að borða þá nýturðu ekki matarins til fullnustu, og verður ekki fullnægður af matnum. Þá færðu ekki þessa góðu tilfinningu sem maturinn á að gefa þér vegna þess að hann er slæmur, vegna þess að þú álítur hann fita þig. Þú sérð hann sem óvin sem þú verður að sigrast á.

Hvernig líf er það að þurfa stöðugt að vera hugsa um hitaeiningarnar? Hvernig líður manneskju sem er í megrun og þarf að skipta deginum í tímabil sem samanstanda af ákveðnum matarskömmtum á þessum og þessum tíma, má ekki borða hitt og þetta.

Maturinn hefur tekið fyrsta sætið allan daginn og það er tryggt að lítið annað kemst að í huganum heldur en boð og bönn þess dags, matur og aftur matur sem ekki má borða, maturinn orðin óvinur númer eitt tvö og þrjú, sem ógnar öllum áætlunum. Matur er orðin óyfirstíganleg freisting sem situr fyrir viðkomandi allstaðar, og hvert sem litið er í hugskoti viðkomandi blasir við óyfirstíganleg hindrun, matur.

Á sama tíma og þetta á sér stað fær undirmeðvitundin skýr skilaboð um matarskort, bæði frá líkamanum og hugsunum viðkomandi sem snúast um lítið annað en mat sem er ófáanlegur.

Hvað gerist þegar undirmeðvitundin fær þessi skilaboð?

Jú vinur númer eitt tvö og þrjú er matur, því það er greinilega skollin á hungursneyð, hún sendir áfram skilaboð til lystarstillisins um að auka matarlystina. Skilaboðin eru eitthvað á þessa leið:“ borðaðu allan mat sem þú finnur, borðaðu bókstaflega allt sem tönn á festir, hugsaðu ekki um neitt annað en hvar þú kemst yfir mat, safnaðu eins miklum fituforða og hægt er því það er matarskortur og það lítur út fyrir að hann verði lengi, því þurfum við miklar birgðir svo við lifum hungursneyðina af „og manneskjan mun finna til öryggiskenndar í hvert skipti sem hún borðar en hún verður aldrei södd.

Við skulum ímynda okkur að í hverri manneskju búi tveir einstaklingar hinn rökræni og skynsami einstaklingur sem býr á efri hæðinni. Hann er táknrænn fyrir meðvitaða hugsun einstaklingsins sem stjórnar ákvarðanatöku og við getum líka sagt að hann sé stóri heili og þessvegna er hann ungur og viss um yfirburði sína, hann tekur ákvarðanir útfrá rökum og gerir allt sem hann getur til að framfylgja þeim.

Síðan hinn skynræni tilfinningaríki einstaklingur sem býr á neðri hæðinni hann er táknrænn fyrir undirmeðvitundina sem stjórnar vanahegðun og eðlisávísun, hann er táknrænn fyrir litla heila og er miklu eldri en stóri heili, hans hlutverk er að viðhalda lífi okkar og vara okkur við hættum, hann hefur með ósjálfráða hegðun að gera eins og þegar þú snertir eitthvað heitt þá gefur hann fyrirskipun um að kippa hendinni að þér.

Nú er svo komið að það er skollið á stríð á milli þessara tveggja og það mun standa eins lengi og megrun stendur yfir því þeir hafa ólíkra hagsmuna að gæta, sérstaklega ef um skyndimegranir er að ræða. Það er ekki hægt að sigra mannin á neðri hæðinni, því hann gegnir göfugu hlutverki, hann er riddarinn hugprúði sem berst fyrir lífi þínu og þú sigrar ekki lífið.

Það þarf mikinn viljastyrk til að standa í baráttu við aukakílóin allt sitt líf,og sumir hafa nægilega mikið þolgæði og aga til að standa í því.

Við viljum helst komast hjá þeirri aðferð því við viljum getað lifað í friði og sátt við lífið, er ekki svo, en hvað myndi gerast ef þú myndir fá manninn á efri og neðri hæðinni til að vinna saman, geturðu ímyndað þér hvað myndi gerast?

Já laukrétt. Það sem myndi gerast er að þú gætir farið að njóta matarins og þú fengir fylli þína án þess að fitna, því ef að þú fullvissar mannin á neðri hæðinni um að það sé nóg til af mat og þessi matur standi þér til boða öllum stundum þá gefur hann þau skilaboð til lystarstillisins um að það sé engin hætta á ferðum og það megi minnka matarlystina í samræmi við það að fullnægja aðeins grunnþörfum líkamans.

Einnig gefur hann leyfi til að brenna upp óþarfa fituforða þar sem ekki sé þörf á honum, en góðir hlutir gerast hægt svo vertu þolinmóð, líkamanum er illa við skyndilegar breytingar, og þú getur treyst því að þessar hægfara breytingar til góðs muni endast.

Mundu bara að fara ekki í megrun því að um leið og þú gerir það ertu búin að lýsa yfir stríði við mannin á neðri hæðinni og þú myndir byrja sömu vitleysuna upp á nýtt, heyja vonlausa baráttu þar sem úrslitin eru fyrirfram gefin. Þú myndir kannski vinna nokkrar orrustur en þú myndir tapa stríðinu.

Jæja núna erum við búin að afgreiða megrun sem mjög erfiða leið til að losna við aukakílóin, hún er ekki bara erfið leið heldur virkar hún öfugt því hún hreint og beint stuðlar að aukinni fitusöfnun.


Smelltu hér til að skoða
megrunarpakkann…

Hvað er þá til ráða? Hvað eigum við að taka til bragðs? Og hvernig fáum við undirmeðvitundina í lið með okkur? Hvernig náum við sambandi við mannin á neðri hæðinni?

Við förum í slökun og hlustum á geisladiskinn Losnað við kílóin.

Undirmeðvitundin er móttækilegust fyrir ákvörðunum og markmiðum þínum, þegar þú ert í djúpri slökun. Þá er virkni hins meðvitaða gagnrýnandi huga í lágmarki og þú hefur opnað greiðari leið og ert komin með aðgang að dýpri lögum vitundarinnar.

Ef þig syfjar leyfðu þér þá bara að sofna undir lestrinum því undirmeðvitundin er móttækilegust þegar við erum rétt á milli svefns og vöku, og ef þú getur haldið þér þar mestanpartinn á meðan þú hlustar þá er það ennþá betra, það er meira að segja ágætisregla að hlusta á geisladiskinn rétt áður en þú ferð að sofa á kvöldin.

Með þessari aðferð ertu í rauninni að breyta vananum sem stýrir hegðuninni, þannig að smátt og smátt mun hegðunin í tengslum við mataræði og hreyfingu breytast til batnaðar.

Þumalputtareglan er sú að það tekur undirmeðvitundina 21 dag að læra nýjan vana með þessari aðferð, þannig að ef þú hlustar í 30 mín daglega á geisladiskinn í 21 dag, þá ertu komin með kallinn á neðri hæðinni í lið með þér og hann mun vinna fyrir þig verkið, án þess að þú þurfir að hugsa meir um það.

Með kveðju frá www.hugbrot.is,
Garðar Garðarsson PNLP.