Nýpressaðir ávaxtasafar

Það er yndislegt að byrja daginn á því að pressa sér ávaxta- og grænmetissafa. Margir láta 1 – 2 glös af slíkum drykk duga sér til hádegis.    Sjálf gæti ég ekki hugsað mér daginn án þess að fá mér a.m.k, eitt gott glas af einhverjum safa.

Appelsínur – gulrætur og engifer

 • 3 appelsínur
 • 1 sítróna
 • 3 sm biti af engifer
 • gulrætur – fyllt er upp í mælikönnuna með gulrótunum

Pressið ávextina í mælikönnu en miðað við 800 – 1000 ml. fyrir tvo fullorðna.

 

Appelsínur – gulrætur – engifer og spínat

 • 3 appelsínur
 • ½ sítróna
 • 3 sm biti af engifer
 • 2 hnefar ferskt spínat
 • gulrætur – fyllt er upp í mælikönnuna með gulrótunum

Pressið ávextina í mælikönnu en miðað við 800 – 1000 ml. fyrir tvo fullorðna.

Appelsínur – gulrætur og mandarínur

 • 2 appelsínur
 • ½ sítróna
 • 4 mandarínur
 • gulrætur – fyllt er upp í mælikönnuna með gulrótunum

Pressið ávextina í mælikönnu en miðað við 800 – 1000 ml. fyrir tvo fullorðna.

Appelsínur – gulrætur og epli

 • 2 appelsínur
 • ½ sítróna
 • 2 epli

gulrætur – fyllt er upp í mælikönnuna með gulrótunum

Pressið ávextina í mælikönnu en miðað við 800 – 1000 ml. fyrir tvo fullorðna.

Allt hráefni í þessa safa er hægt að fá á græna torgi Blómavals.

Eðalvín mæla með Beringer Zinfandel Blush

Mjög ávaxtaríkt með keim af sætum eplum og jarðaberjum. Mjög ljúft vín til að drekka eitt og sér í góðum félagsskap. Passar einnig mjög vel með salatréttum og pasta.

Kjörhitastig til neyslu: 7 – 8°

Fæst í öllum verlsunum ÁTVR kr. 970