MSG – Mono Sodium Glutomate

Mono Sodium Glutomate er þekkt undir ýmsum nöfnum en þau algengustu eru:

  • MSG
  • E-621
  • bragðaukandi efni 
  • þriðja kryddið. 

MSG er kemískt, verksmiðjuframleitt bragðefni og er því ekki náttúrulegt krydd.

MSG er mikið notað í mörgum tilbúnum réttum og er víða notað á veitingastöðum – hér á landi og erlendis.  MSG er algengt í snakki, kryddblöndum, ýmsum tegundum af jógúrt og léttostum, margar tilbúnar sósur innihalda MSG, pylsur og skinkur svo eitthvað sé nefnt.

MSG er talið geta valdið ofnæmi (óþoli) og ýmsum hættulegum sjúkdómum.  Margir þekkja svokalaðan MSG höfuðverk, verki og vindgang í kviðarholi, slappleika og óútskýrða þreytu eftir að hafa borðað mat sem inniheldur MSG.

Þeir sem vilja forðast MSG þurfa að vera vel vakandi og lesa vandlega utan á umbúðir matvæla.  Einnig er gott að kynna sér hvaða krydd eru algerlega laus við MSG og taka aðeins til hendinni í kryddskápnum hjá sér.

Þessi grein er kafli úr bókinni Leiðin að bættri líðan eftir Halldóru Sigurdórsdóttur