Jólahóf!

Þegar ég var beðinn um að setja á blað næringartengdar ráðleggingar vegna jólanna var mér hugsað til skemmtilegrar greinar eftir Rögnu Söru Jónsdóttur sem ber yfirtitilinn „Æ, það eru nú einu sinni jólin!”, Þar segir Ragna meðal annars: „…En það er ekki einungis efnahagsleg rétthugsun sem maður þarf að tileinka sér fyrir jólin. Maður þarf líka að tileinka sér rétthugsun í mataræði…” „…Maður á til dæmis að standa langt frá veisluborðinu í veislum og alls ekki að mæta glorhungraður í þær því þá er hætta á að maður úði í sig ýmiss konar mat sem á alls ekki að fara ofan í maga samkvæmt reglum heilsusamlegs jólahalds. Það er hins vegar mjög líklegt að fáir myndu standast rétthugsun mataræðisins yfir jólin. Jólin eru nú einu sinni tími til að njóta lífsins, slappa af og láta sér líða vel. Við eigum þar af leiðandi öll eftir að standa of nálægt veisluborðinu, mæta glorhungruð í veislur og borða fullt af hitaeiningaríkum mat.”

Ég verð að viðurkenna að ég er sammála Rögnu Söru þegar hún segir að við eigum „öll eftir að mæta glorhungruð í veislur og borða fullt af hitaeiningaríkum mat”. Engu að síður vonast ég til þess að þeir sem vilja gæta hófsins takist ætlunarverk sitt. Hér kemur hugmynd um hvernig „góður” jóladagur (út frá manneldislegum sjónarmiðum) getur litið út og til viðmiðunar „slæmur” dagur.

Gleðilega jólahátíð,

Ólafur Gunnar Sæmundsson, næringarfræðingur.

————————————

Hófsemdardagur

Athugið: Algeng orkuþörf kvenna er á bilinu 1600-2400 hitaeiningar á dag og karla 2300-3100 hitaeiningar á dag. Þumalputtaregla: Í stað þess að belgja okkur út skulum við hætta að borða þegar við vitum að við erum búin að fá nægju okkar.

<>

Fæðutegund Magn Hitaeiningar
Morgunverður    
Kornflex 3 dl = 1 diskur 126
Undanrenna 2.5 dl = 1 stórt glas 88
Mandarínur 100 g = 2 stk 83
  Samtals 297
Hádegisverður    
Ávaxtagrautur 3 dl = 1 diskur 172
Rjómi 1/2 dl 174
  Samtals 346
Miðdegisverður    
Lagterta(brún) 80 g = 1 meðalstór 314
Smákökur (Sörur) 40 g = 2 stk 160
Undanrenna 2.5 dl = 1 glas 88
  Samtals 562
Kvöldverður    
Rjúpa 150 g = 1 stk 169
Kartöflur, soðnar 120 g = 2 „eggstórar” 82
Grænar baunir 30 g = 3 msk 36
Rauðkál 20 g = 2 msk 12
Sulta 20 g = 1 msk 45
Grænmeti án majónes 100 g 25
"Rjúpusósa" 1 dl 162
Laufabrauð 20 g =1 stk 105
Létt og laggott 15 g = 1 msk 60
Rauðvín 2 dl = 1 glas 158
Rjómaís 2 dl = 1 skál 215
Súkkulaðisósa 1 msk 128
  Samtals 1197
Kvöldhressing    
Konfekt 20 g = 2 molar 94
Epli 200 g = 1 meðalstórt 96
  Samtals 190
  Alls þennan dag 2592

 

Til fróðleiks má geta þess að hlutfall fitu á þessum degi nemur rétt rúmum 30 prósentum en samkvæmt manneldismarkmiðum er æskilegt að hlutfall fitu nemi á bilinu 25-35%.

Óhófsdagur

Til fróðleiks má geta þess að hlutfall fitu á þessum degi nemur rétt um 50 prósentum en samkvæmt manneldismarkmiðum er æskilegt að hlutfall fitu nemi á bilinu 25-35%.

Fæðutegund Magn Hitaeiningar
Hádegisverður    
Ávaxtagrautur 3 dl = 1 diskur 172
Rjómi 1 dl 348
  Samtals 520
Miðdegisverður    
Lagterta(brún) 160 g = 2 meðalstórar 628
Smákökur (Sörur) 60 g = 3 stk 241
Súkkulaðibitasmákökur 45 g = 5 stk 211
Nýmjólk 2.5 dl = 1 glas 173
  Samtals 1253
Kvöldverður    
Rjúpa 300 g = 2 stk 338
Kartöflur, brúnaðar 205 g = 3 „eggstórar” 379
Grænar baunir 30 g = 3 msk 36
Rauðkál 20 g = 2 msk 12
Sulta 40 g = 2 msk 90
Hrásalat í majónesi 60 g = 3 msk 126
"Rjúpusósa" 1.5 dl 244
Laufabrauð 40 g =2 stk 210
Smjör 15 g = 1 msk 111
Rauðvín 4 dl = 2 glös 316
Rjómaís 4 dl = 2 skálar 430
Súkkulaðisósa 4 msk 510
  Samtals 2702
Kvöldhressing    
Konfekt 60 g = 6 molar 282
Baileys 1 dl 328
  Samtals 610
  Alls þennan dag 5085