Gufusoðinn skötuselur í rósmarin og salvíu

 • Hráefni:

  750 – 800 gr skötuselur
  salt og pipar
  1 stk gulrót
  1 höfuð brokkólí
  1 stk kúrbítur
  4 stk kartöflur (í sneiðar)
  1 búnt salvía
  1 búnt rósmarín

 • Sósa:

  1 msk söxuð steinselja
  ½ msk saxað basil og tarragon
  1 hvítlauksgeiri
  3 msk olífuolía
  1 msk vínedik
  1 msk kapers
  2 litlir tómatar skrældir og saxaðir
  ½ rauð paprika söxuð
  salt og pipar

 • Aðferð:

  Skötuselur er hreinsaður og skorinn í passlega litlar steikur. Kryddaður með salti og pipar.

  Grænmeti er skorið niður og komið fyrir á gufusuðupotti eða á gufusuðugrind í venjulegum potti.
  Vatn sett í (neðri) pottinn og salvíu og rósmarin bætt í. Látið suðu koma upp.
  Grænmetið sett í gufusoðningu í um 10 mín.

  Skötusel komið fyrir ofan á grænmetið Lok sett á og soðið í 10 mín í viðbót.

  Á meðan er kryddjurtum og hvítlauk blandað saman við olíu og edik. Öðru hráefni sem gefið er upp hér að ofan blandað saman við. Smakkað til með salti og pipar.

  Aðrar uppskriftir á Doktor.is