Sjúkdómur: Bótúlismi

Bótúlínumsýkilinn hefur fundist í heimalöguðum súrum blóðmör. Hann getur myndað dvalargró sem þola mikinn hita. Sýkingar má oft rekja til lítillar söltunar eða of lítillar sýru í niðurlögðu grænmeti eða fiski. Sýkillinn vex í súrefnissnauðu umhverfi og til eru afbrigði af honum sem geta fjölgað sér við 3 °C. Niðursuðudósir sem virðast bunga …

Sjúkdómur: Kossageit

Kossageit (impetigo) er sýking í ystu lögum húðarinnar sem í flestum tilfellum er orsökuð af grúppu A streptókokkum (keðjukokkum). Í um þriðjungi tilfella má finna Staphylococcus aureus (klasakokka) ýmist einan sér eða með streptókokkunum. Stafýlókokkar og streptókokkar geta einnig verið í hálsi og á órofinni húð án þess að gefa …

Lífstíll: Ber – náttúruleg hollusta

Ber eru náttúrulegur hollustugjafi og því full ástæða til að hvetja fólk til að tína ber og nýta sér þau, bæði til að borða beint og í matargerð. Ekki skaðar að með því að fara í berjamó með nesti og ílát fyrir ber skapast skemmtilegar samverustundir með fjölskyldu og vinum. …

Grein: Zíkaveira

Zíkaveira telst til svokallaðra flaviveira en meðal þeirra eru beinbrunaveira og guluveira (yellow fever). Þær smitast með moskítóflugum og valda oftast litlum sem engum einkennum. Einkennin lýsa sér með hita, útbrotum, liðverkjum og tárubólgu. Þau vara frá nokkrum dögum til viku og leiða sjaldan til sjúkrahúsvistar. Zíkaveiran uppgötvaðist fyrst í …

Grein: Hættum að reykja í janúar

Margir nota upphaf nýs árs til að tileinka sér breyttan lífstíl og hætta að reykja. Þetta hentar sumum ágætlega en vænlegast til árangurs er að hver finni þann tíma sem hentar honum. Hér á eftir eru nokkur ráð sem geta vonandi auðveldað einhverjum að hætta að reykja og halda reykleysið …

Grein: Lifrarbólga C

Lifrarbólga C er sjúkdómur með útbreiðslu um allan heim og orsakast af veiru (hepatitis C virus). Veiran greindist fyrst árið 1989 og það hefur sýnt sig að stór hluti lifrarbólgu eftir blóðgjafir, meðferð með storkuþáttum, mótefnum og öðrum afurðum blóðs, orsakaðist af lifrarbólgu C – veirunni. Á undanförnum 15 árum …

Grein: Hettusótt (Parotitis epidemica, mumps)

Hettusótt er bráð og mjög smitandi veirusýking sem leggst oftar á börn en fullorðna. Sýkingin er yfirleitt hættulaus og gengur fljótt yfir en hún er þekkt fyrir að valda alvarlegum fylgikvillum sérstaklega hjá unglingum og fullorðnum. Flestir fá hettusótt bara einu sinni á ævinni. Faraldsfræði Árin 2005 og 2006 kom …