Sjúkdómur: Vörtur á höndum og fótum

Hvað eru vörtur? Vörtur eru algeng, góðkynja fyrirferð af völdum veirunnar papilloma, veiran sýkir húðfrumur og það myndast varta. Hér verður ekki fjallað um vörtur á kynfærum. Eru vörtur smitandi? Veiran smitast beint þ.e. með snertingu. Hún er mjög smitandi en fólk er misnæmt fyrir sýkingu. Sum börn fá aldrei …

Grein: Sviti

Sviti og svitalykt eru hluti af okkar daglega lífi, við svitnum við líkamlega áreynslu, streitu og ef okkur verður of heitt.  Í  likamanum eru tvær megingerðir svitakirtla sem framleiða ólíkar gerðir af svita.  Sviti er þunnur vökvi sem  svitakirtlarnir seyta út á yfirborð húðarinnar. Hann inniheldur vatn, sölt og úrgangsefni, til …

Grein: Járnofhleðsla (Haemochromatosis)

Er ástand þar sem of mikið járn safnast fyrir í líkamanum. Járnið hleðst þannig upp, sérstaklega í kringum líffæri eins og hjarta og lifur. Þegar járn safnast svona fyrir  getur það valdið  óþægindum eins og ógleði, kviðverkjum, hægðatregðu og liðverkjum. Eins getur það í alvarlegum tilfellum leitt til lifrarskemmda, hjartabilunar …

Grein: Góð ráð gegn kvefi og flensu

Kvef og flensur  eru  líklega algengasta heilsufarsvandamálið sem við mannfólkið glímum við. Meira er 200 mismunandi vírusar geta valdið misalvarlegum kvefeinkennum. Vírusar sem orsaka kvef smitast manna á milli með svokölluðu úðasmiti. Úðasmit á sér stað með þeim hætti að örsmáir dropar frá smituðum einstaklingi dreifast út í andrúmsloftið og …

Grein: Fimmta veikin (parvovirus B19)

Fimmta veikin er vírus sýking sem orsakast af völdum parvovirus B19 og veldur vægum útbrotum. Latneska heitið er erythema infectiosum. Nafnið er tilkomið vegna þess að sýkingin er fimmta í röðinni á lista yfir algenga barnasjúkdóma sem valda húðútbrotum. Veirusýkingin er algengari hjá börnum en fullorðnum og koma einkenni venjulega …

Grein: Ertu orkulaus eftir hádegi?

Rannsóknir hafa sýnt að flestir finna fyrir orkuleysi um kl 14 á daginn. Þá eykst einbeitingarskortur og starfsfólki finnst það alveg orkulaust. Þá er ansi freistandi að næla sér í einhverja skyndiorku, súkkulaði eða annað slíkt en eftirfarandi ráð ættu að virka betur: Borðaðu Orkan sem fæst úr sætindum er fljót …

Grein: Flensusmit og forvarnir

Hvort sem þú ákveður að fara í flensusprautu eða ekki er mikilvægt að þekkja og geta nýtt sér þær leiðir sem þekktar eru til varnar því að smitast af árlegri flensu. Sértu nú þegar búin að venja þig á að hnerra í ermina, þvo hendur vandlega og að forðast margmenni þar …

Grein: Sólarofnæmi

Flestar húðgerðir brenna ef þær komast í snertingu við nægilegt magn af útfjólubláum geislum. Hins vegar brenna sumir mjög auðveldlega og til eru einstaklingar sem fá útbrot ef þeir komast í  sól. Þetta gengur gjarnan undir nafninu sólarofnæmi. Til eru nokkrir undirflokkar en þeirra algengastur er Polymorphous Light Eruption (PMLE) …

Grein: Flasa

Þótt flasa sé ekki smitandi og sjaldnast alvarlegt vandamál getur það samt sem áður verið afar hvimleitt. Það góða er að oftast er auðvelt að halda einkennum niðri.  Daglegur hárþvottur með mildu sjampói dugar oftast í vægum tilfellum og ef það dugar ekki til eru til sérstök flösusjampó. Einkenni flösu …

Grein: Ferðalög og Heilsan

Ferðalög landans hafa  aukist jafnt og þétt á síðustu áratugum og nú þykir ekki lengur orðið tiltökumál að fara til fjarlægra heimsálfa. Það sem gleymist oft í gleðinni við undirbúning ferðar eru forvarnirnar sem snúa að heilsunni. Það er alltaf spennandi að ferðast um heiminn og upplifa nýjar víddir á …

Grein: Komdu út að hlaupa!

Inngangur Það kostar ekkert að fara út að hlaupa, það er hægt að gera það hvar sem er og þú brennir fleiri kaloríum en þú heldur. Með því að fara reglulega út að hlaupa getur þú dregið úr áhættunni á að fá ýmsa langvinna sjúkdóma svo sem hjarta og æðasjúkdóma …

Grein: Beinþynning

Rannsóknir allstaðar í heiminum sýna að of fáir fá ráðlagðan dagskammt af kalki og D-vítamíni. Langvinnur kalkskortur, sem ekki er brugðist við, getur haft alvarlegar afleiðingar, s.s. beinmeyru og beinþynningu. Bein eru lifandi vefur þar sem fram fer stöðug hringrás uppbyggingar og niðurrifs. Uppbygging beinanna hefst strax á fósturstigi og …

Lífstíll: Andoxunarefni

Andoxunarefni eru efni sem hindra eða hlutleysa  svokölluð sindurefni og koma í veg fyrir skaða af þeirra völdum. Sindurefni myndast við oxun í efnahvörfum líkamans og geta þau valdið skaða í lifandi frumum og skemmt t.d. matvæli.  Andoxunarefni eru einnig kölluð þráavarnarefni af þessum ástæðum. Andoxunarefni finnast náttúrlega í ýmsum …

Lífstíll: Tíu þúsund skref

Rannsóknir sýna að með því að ganga 10,000 skref á dag er hægt að hafa marktæk áhrif til betri heilsu. Með því einu að setja annann fótinn fram fyrir hinn er hægt að byggja upp þrek, brenna auka hiteiningum og hafa jákvæð áhrif á hjarta og æðakerfið. Hvað er svona …