Vöðvakrampi

Áreynsla er algeng ástæða vöðvakrampa, sumir vilja einnig rekja vöðvakrampa til saltskorts.

Hvað sérðu?
Einstaklingur fær sársaukafullan, skyndilegan vöðvaherping í vöðva aftan á fætinum (kálfana og hnésbótarsinavöðvana) eða kviðvöðvann.

Hvað gerirðu?
Til að slaka á vöðvakrampa er best að:
• Hvílast á svölum stað.
• Drekka kalt vatn með örlitlu salti í (1/4 úr teskeið í lítra af vatni) eða íþróttadrykk (orkudrykk).
• Teygja á vöðvanum (kálfanum eða kviðvöðvanum).

Athugið þessar upplýsingar koma ekki í stað hefðbundinna skyndihjálparnámskeiða.

Birt með góðfúslegu leyfi Rauða kross Íslands