Vandamál með þvaglát hjá fullorðnum

 • Hvers vegna þarf fólk að pissa á næturnar?

 • Margt roskið fólk þarf að pissa oftá næturnar. Flestum detta rosknir karlar í hug, þegar talið berst að næturþvaglátum, en það er vegna þess að nykturi, eins og þessi næturþvaglát kallast á latínu, eru einkennandi fyrir góðkynja stækkun á blöðruhálskirtli. Nýjar rannsóknir hafa þó sýnt fram á að margar rosknar konur hafi einnig nykturi.

  Þótt stækkaður blöðruhálskirtill sé algengasta ástæða næturþvagláta roskinna karla, geta ýmsir aðrir sjúkdómar valdið næturþvaglátum. Ástæða þess að menn með góðkynja blöðruhálskirtilsstækkun fá nykturíu er að blöðruhálskirtillinn klemmir að þvagrásinni og erfiðara verður að kasta þvagi, sem veldur því að blaðran tæmist ekki alveg við þvaglátin. Blaðran fyllist því fyrr aftur og því þurfa menn að fara örar á klósettið.

  Hvaða ástæður eru fyrir þvaglátum á nóttunni hjá fullorðnum?

  • Góðkynja stækkun blöðruhálskirtils (prostata).
  • Ef bjúgur er á fótum t.d. vegna hjartasjúkdóms, þarf fólk oftar að pissa á næturnar vegna þess að vökvinn rennur frá fótunum þegar maður liggur.
  • Notkun vatnslosandi lyfja.
  • Ef þvagblaðran er óstöðug eða erting í henni þarf oftar að kasta þvagi, bæði á næturnar og á daginn. Óstöðug blaðra er t.d. algeng vegna blöðrubólgu, eftir blóðtappa í heila og hjá parkinsonsjúklingum. Orsakir eru einnig óþekktar.
  • Ef vöðvar þvagblöðrunnar eru slappir er líklegt, að hún tæmist ekki alveg við þvaglát. Blaðran fyllist því fyrr og veldur því að oftar þarf að pissa á næturnar. Þetta einkenni þekkist m.a. hjá sykursjúkum, og við neyslu ýmissa lyfja en einnig án þess að neina ástæðu sé að finna.

  Slíkar salernisferðir geta verið einkennisjúkdóms sem þarf meðhöndlunar við. Því ætti að ræða vandamálið við lækni.

 • Hvað er hægt að gera við þessu?

  • Hafa skal gætur á hve mikils vökva er neytt innbyrðir og hvenær! Að sjálfsögðu er mikilvægt að drekka nógan vökva og ekki skynsamlegt að vanrækja vökvaneyslu vegna næturþvagláta. Því er ráðlegt að drekka mestan vökvann fyrri hluta dags og forðast mikla drykkju síðustu klukkustundirnar áður en farið er að sofa.
  • Ekki er sama hvaða vökvi er drukkinn! Te, kaffi og bjór eru vatnslosandi og því óskynsamlegt að svolgra mikið af slíku á kvöldin.
  • Reyna mætti að skrá hjá sér magn og tegund þess vökva, sem drukkin er og hvenær hann var drukkinn. Fólk er oft ekki meðvitað um drykkjuvenjur sínar og með slíkri skráningu má varpa ljósi á óheillavænlegar venjur.