Þjálfun fyrir skíðaferðalagið

Hvernig á að þjálfa sig?

Til að njóta skíðaferðalagsins sem best er mikilvægt að vera í góðri þjálfun áður en haldið er af stað. Það eru margar aðferðir til að þjálfa sig. Doktor.is hefur tekið saman tvær léttar æfingasyrpur sem hægt er að stunda heima. Hvor syrpan tekur um það bil 15-20 mínútur. Aðeins er æft annan hvern dag og til að forðast leiðindi eru syrpurnar æfðar til skiptis. Æfingarnar gera mest gagn ef æft er stíft. Þess vegna á ekki að hvíla sig í meira en mínútu á milli æfinga.

Ein æfing í eitt skipti er hér kölluð æfing. Samhangandi endurteknar æfingar kallast hér lota Þegar maður er kominn í betri þjálfun er hægt að auka æfingarnar með því að gera hverja æfingu oftar en einu sinni. Hvíld á milli æfinga má ekki vara lengur en mínútu. Ekki má gleyma að gera teygjuæfingar eftir hverja þjálfun. Hver teygja á að vara í þrjátíu til fjörutíu sekúndur. Það kemur í veg fyrir vöðvaeymsli og gerir mann liðugri fyrir skíðaferðalagið.

Hvenær er best að byrja?

Það er aldrei of seint að hefja æfingarnar en til að hafa sem mest gagn af þeim er best að byrja þær ekki seinna en tveimur mánuðum áður en haldið er í skíðaferðina.

Æfingasyrpa A
Æfingasyrpa B