Tartalettur með sjávarréttum

Eftir: Halldóru Sigurdórsdóttur höfund bókarinnar Leiðin að bættri líðan.

 

Fyrir fjóra

 

Efni:

 

·         10 tartalettur
·         200 gr. hörpufiskur eða skötuselur
·         200 gr. rækjur eða humar
·         vorlaukur eða blaðlaukur
·         100 gr. sveppir
·         rauð paprika
·         smjör
·         1 dós rækjuostur
·         ½ peli kaffirjómi
·         ½ tsk. svartur pipar
·         1 kubbur grænmetiskraftur án MSG
·         1-2 tsk. Ítalskt sjávarréttarkrydd frá Pottagöldrum
·         Camenbert ostur
·         hvítvíns sletta (2-3 msk.)

Aðferð:

Laukurinn, sveppirnir og paprikan er steikt í smjöri. Rækjuosturinn er settur út í og þynnt með kaffirjómanum. Sósan á að vera þykk. Kryddið sett út í. Þá er fiskurinn settur út í og loks hvítvínið. Fyllingin er sett í tartaletturnar og sneið af Camenbert osti sett ofan á. Þetta er síðan sett inn í heitan ofn og bakast þar til osturinn er bráðinn.


Meðlæti:

Hýðishrísgrjón

 

Salat

 


Salat:
·         grænt salat rifið niður
·         kirsuberjatómatar skornir í tvennt
·         svarta ólífur
·         olía
·         svartur pipar

Öllu blandað saman í stóra skál.

 

 

 

Eðalvín mæla með Wolf Blass President Selection Chardonnay          

 

Í október síðastliðnum var Wolf Blass valinn vínframleiðandi ársins 2002 í samkeppni sem haldin er árlega undir nafninu “International Wine and Spirit Competition” og hlut þeir verðlaunin í annað sinn á 10 árum. Wolf Blass var eina ástralska víngerðin sem komst í úrslitakeppnina. Í tilefni af þessu mælum við með úrvalsvíni frá þessum frábæra framleiðanda.

Wolf Blass President Selection Chardonnay          

 

Adelade Hills & Eden Valley

 

Bragðmikið með góðri fyllingu, nokkuð djúpur keimur af ferskum og þroskuðum ananas.  Örlítill eikarkeimur í eftirbragði.  Passar vel með  fiski, reyktum lax og skelfiskréttum. Þetta er frábært vín.                                                           
Kr. 2090.- í Kringlunni og Heiðrúnu