Tanntaka barnatanna

Algengast er að tanntaka hefjist þegar barnið er u.þ.b. 6 mánaða og koma framtennur neðri góms oftast fyrst. Síðan koma barnatennurnar upp hver af annarri næstu tvö og hálfa árið.

Tannmyndun og tannkoma barna- og fullorðinstanna, frá 5 mánaða fóstri til 18 ára aldurs.

Barnatennurnar eru 20 talsins. Í hverjum fjórðungi munnsins eru tvær framtennur, ein augntönn og tveir jaxlar. Í fyrstu standa barnatennurnar í hvorum gómi oftast þétt saman og snertast en gliðna síðan í sundur eftir því sem kjálkinn vex og rýmið eykst.

Stærð og lögun barnatanna.

Birt með góðfúslegu leyfi Tannnverndarráðs af vef þeirra tannheilsa.is