Tannplönt

Fegurð náttúrulegra tanna

Tennur eru mikilvægur þáttur hvað varðar útlit okkar og lífsstíl. Fallegt bros eykur almennan þokka og heilbrigðar tennur stuðla að auknum lífsgæðum og góðri sjálfsímynd. Heilbrigðar tennur ber ekki að taka sem sjálfsagðan hlut. Tannskemmdir, tannvegssjúkdómar og slys eru dagleg vandamál sem geta leitt til tannmissis. Það að missa eina eða fleiri tennur getur truflað tyggingu, tal og útlit. Við tannmissi rýrnar beinið sem umvafði tannrótina og getur haft áhrif á bit og útlit.
Í 30 ár hafa tannplantar verið valmöguleiki við tannmissi. Tannplantar veita stöðugan grunn fyrir tanngervi sem líta út og virka eins og náttúrulegar tennur. Þessi meðferðarmöguleiki styðst við fjölmargar rannsóknir undanfarinna áratuga og tannlæknar hafa notað tannplanta með mjög góðum árangri. Tannplantar geta hugsanlega verið lausnin á tannvöntun þinni.

Þennan upplýsingabækling um tannplönt í heild sinni er að finna hér.