Tannlæknir

 • Heiti stéttarfélags/stjórnar:

  Tannlæknafélag Íslands (TFÍ)

 • Nafn á tengilið: 

  Formaður félagsins er Sigurjón Benediktsson
  Framkvæmdastjóri er Anný Antonsdóttir

 • Aðsetur:

  Síðumúla 35, 105 Reykjavík
  Sími: 57 50 500
  BRV: 57 50 502
  GSM: 897 7574
  Faxnr: 57 50 501
  Veffang: www.tannsi.is
  Netfang: tannsi@tannsi.is

 •  

 • Starfssvið (hlutverk):

  Tannlæknir:

  Greinir meðfædda galla og áunna sjúkdóma í munni, kjálkum og kjálkalið; vinnur gegn og meðhöndlar þessa sjúkdóma:

  • greinir sjúkdóma með viðtölum við sjúkling og almennri skoðun
  • styðst oft við röntgenmyndir af tönnum og kjálkum við greininguna og við afsteypur af tönnum, vefja- eða sýklasýni
  • gerir meðferðaráætlun
  • stuðlar að tannvernd, s.s. með kennslu í réttu mataræði og tannhirðu, tannhreinsun og flúormeðferð
  • meðhöndlar tannskemmdir með fyllingum úr silfri, gulli, plasti, postulíni eða sementi
  • meðhöndlar tannvegssjúkdóma með tannsteinshreinsun, skurðaðgerðum og lyfjum
  • rótfyllir tennur eða dregur þær úr sé þess þörf
  • meðhöndlar sýkungar og meðfædda galla í munni og kjálkum með skurðaðgerðum og lyfjum
  • bætir tanntap og endurhæfir tyggingarfærin með ísetningu tanngerva, t.d. gull- og postulínskróna, brúa og gervigóma
  • endurhæfir einnig tyggingarfærin með æfingum og bitspelkum hafi starfsgeta þeirra minnkað
  • meðhöndlar tann- og bitskekkju með tannréttingartækjum;
  • ber ábyrgð á rekstri tannlæknastofu, ræður og þjálfar tannfræðinga
  • getur stundað rannsóknir og kennslu í háskóla og stjórnað tannvernd og þjónustu í skólum eða á vegum ríkis og sveitarfélaga
  • getur sérhæft sig t.d. í barnatannlækningum, bitlækningum, munn- og kjálkaskurðlækningum, sýkla- og ónæmisfræði, tannfyllingar- og tannsjúkdómalækningum, tannvegslækningum, tannholdslækningum, tann- og munngervalækningum og tannréttingum.
 • Er starfsemin niðurgreidd af Tryggingastofnun/Verkalýðsfélögum:
  • Já, samkvæmt. almannatryggingum nr. 117/1993 er hlutverk sjúkratryggingadeildar Tryggingastofnunar ríkisins að veita styrk til aðgerða hjá tannlækni, umfram það sem 37. gr. nær til, vegna alvarlegra afleiðinga meðfæddra galla, slysa og sjúkdóma. Ráðherra setur reglur um framkvæmd þessa ákvæðis að fengnum tillögum tryggingaráðs.
  • Í 37. gr. sömu laga segir: Fyrir tannlæknaþjónustu, aðra en tannréttingar, greiða sjúkratryggingar samkvæmt gjaldskrá sem ráðherra setur. Gjaldskráin gildir bæði um tannlækningar sem starfræktar eru á vegum hins opinbera og annarra. Í stað gjaldskrár ráðherra er Tryggingastofnun þó heimilt að semja um gjaldskrá er gildi um tannlæknaþjónustu, alla eða að hluta, aðra en tannréttingar. Greiðslur sjúkratrygginga skulu vera sem hér segir:
  1. Fyrir tannlækningar barna og unglinga, 15 ára og yngri, aðrar en gullfyllingar, krónu- og brúargerð, 75%.
  2. Fyrir tannlækningar 16 ára unglinga, aðrar en gullfyllingar, krónu- og brúargerð, 50%.
  3. Heimilt er að greiða allt að 50% kostnaðar við gullfyllingar, krónu- og brúargerð hjá börnum og unglingum, 16 ára og yngri, samkvæmt reglum1) sem ráðherra setur að fengnum tillögum tryggingaráðs. Því aðeins kemur til greiðslna samkvæmt þessum tölulið að fyrir liggi sérstök umsókn og samþykki sjúkratrygginga.
  4. Fyrir elli- og örorkulífeyrisþega, sem njóta fullrar tekjutryggingar, 75% kostnaðar, en 50% kostnaðar sé tekjutrygging skert, þó er ekki greitt fyrir gullfyllingar, krónur eða brýr. Heimilt er að hækka greiðslur fyrir þessa bótaþega í allt að 100% eftir reglum sem ráðherra setur að fengnum tillögum tryggingaráðs.

   Reikningi fyrir tannlæknaþjónustu skal framvísað á reikningsformi sem Tryggingastofnun ákveður. Þrátt fyrir ákvæði 1. tölul. 2. mgr. skulu börn og unglingar, 15 ára og yngri, eiga kost á einni skoðun á ári hjá tannlækni sér að kostnaðarlausu.

 • Er viðkomandi stétt viðurkennd af heilbrigðisyfirvöldum:

 • Menntun:

  6 ár í Háskóla Íslands.

 • Hliðargreinar:

  Einungis er hægt að sérhæfa sig erlendis s.s: Barnatannlækningar, tannréttingar, munn- og kjálkaskurðlækningar, munn- og tanngervalækningar, bitlækningar, tannholdssjúkdómar og öldrunartannlækningar.

 • Nýjungar í stéttinni:

  Stöðugar nýjungar eiga sér stað í tannlækningum eins og í öðrum lækningum.