Tannheilsan þín, gefðu henni gaum!

Tennurnar okkar gegna því mikilvæga hlutverki að tyggja fæðuna og undirbúa hana fyrir meltinguna. Þær hjálpa okkur einnig við hljóðmyndun og gera okkur fallegri þegar við brosum. Barnatennur gegna líka því hlutverki að mynda pláss fyrir komandi fullorðinstennur.

Góð ráð til að viðhalda heilbrigðum tönnum:

 • Burstaðu tennurnar kvölds og morgna.
 • Borðaðu hollan og góðan mat á matmálstímum.
 • Drekktu vatn sem svaladrykk.
 • Borðaðu sem minnst af sætindum.
 • Veldu þér ávexti, grænmeti eða popp til að borða á milli máltíða.
 • Farðu reglulega í tanneftirlit.

Börn geta ekki annast tannhirðu sína sjálf nægilega vel fyrr en um 10 ára aldur. Aðstoð foreldra eða forráðamanna er því mikilvæg fram að þeim aldri. Koma fulorðinstanna

Góð ráð við tannhirðu:

 • Notaðu mjúkan tannbursta með þéttum hárum
 • Notaðu flúortannkrem.
 • Gefðu þér góðan tíma, minnst 2 mínútur.
 • Hreinsaðu hverja tönn fyrir sig.
 • Leitaðu uppi alla felustaði tannsýklunnar.
 • Burstaðu alla tannfletina vel.
 • Notaðu tannþráð á milli allra tannanna.

Hollt og gott fyrir börn

Skemmtilegar hugmyndir um ýmislegt góðgæti þar sem sykur er hafður í lágmarki.

Birt með góðfúslegu leyfi Tannnverndarráðs af vef þeirra tannheilsa.is