Tannfræðingur

Heiti stéttarfélags/stjórnar:

Íslenskir tannfræðingar (ÍT)

Nafn á tengilið:

Guðrún Stefánsdóttir, formaður
Margrét Þórisdóttir, ritari

Aðsetur:

Skipasund 16
104 Reykjavík
s: 553-1215, 565-2295, gsm: 898-1215
netfang: gudrun-bergthor@isholf.is

Starfssvið (hlutverk):

Tannfræðingar starfa á tannlæknastofum, heilbrigðisstofnunum, og í samvinnu við aðrar stéttir, m.a. fræðsluyfirvöld og skólastjórnendur. Tannfræðingar skipuleggja og framkvæma fyrirbyggjandi meðferð skjólstæðinga sinna.
Störf tannfræðinga er m.a:

 • aðlögun að meðferð sjúklings á tannlæknastofu
 • skoðun og gerð sjúkraskýrslu
 • að tilvísa á sérfræðinga til frekari meðferðar ef þörf er á
 • röntgenmyndataka
 • máttaka af tönnum
 • staðdeyfing í munnholi
 • tannhreinsun og pússun fyllinga
 • flúormeðferð og skorufyllingar
 • að fræða um orsakir og afleiðingar tannholds- og tannvegssjúkdóma
 • að leiðbeina í burstun og hreinsun tanna og vali á tannhreinsivörum
 • að leiðbeina um fæðuval
 • að setja upp og fjarlægja tannréttingatæki

Kostnaður meðferðar:

Tannfræðingar starfa með tannlæknum á tannlæknastofum, sjá nánar: Tannlæknar

Er viðkomandi stétt viðurkennd af heilbrigðisyfirvöldum:

Menntun:

Ekki er mögulegt að stunda nám í tannfræði á Íslandi. Aðfaranám er stúdentspróf. Námið er tvö og hálft til þrjú ár (mismunandi eftir landi þar sem námið er stundað). Námið er lánshæft hjá LÍN.

Hliðargreinar:

Við sænska skóla er boðið upp á framhaldsnám í tannfræði.

Nýjungar í stéttinni:

Stöðugar nýjungar verða í greiningu og meðferð tannsjúkdóma. Endurmenntun tannfræðinga er studd af félagi íslenskra tannfræðinga og íslenskum tannlæknum.

Annað sem brýnt er að taka fram:

Samkvæmt dönskum og sænskum lögum, er tannfræðingum í þeim löndum, heimilt að reka eigin stofu og starfa sjálfstætt.