Tannburstun

Hreinar tennur með nuddaðferðinni

Til eru margar mismunandi aðferðir við tannburstun er gefa góðan árangur sé þeim beitt á réttan hátt. Eftirfarandi myndir sýna svokallaða nuddaðferð sem er algengust og hentar flestum. Mikilvægt er að bursta tennur tvisvar á dag, að loknum morgunverði og að lokinni síðustu máltíð að kvöldi. Góð tannburstun tekur a.m.k. tvær mínútur.

Byrjaðu alltaf á sama stað, t.d. hægra megin að utan.Láttu burstahárin snerta tennurnar og vísa á ská upp að tannholdinu.

Ýttu á brustann svo að hárin þrýstist milli tannanna og að tannholsbrúninni og nuddaðu.

Síðan færirðu burstann framar.

Nuddaðu með stuttum hreyfingum fram og aftur sem nemur hálfri tannbreidd. Þannig heldurðu áfram þar til þú ert búin/n með allar tennurnar í efri góm að utan.
Haltu áfram með innri hliðina á tönnunum í efri gómi.Gleymdu ekki að bursta bak við öftustu tennurnar.
Þegar framtennurnar eru burstaðar að innan þarf að reisa tannburstann upp á endann og nudda upp og niður.
Þegar búið er að bursta í efri gómi er haldið áfram í neðri gómi á sama hátt. Byrjað er að utanverðu aftast.
Nuddaðu síðan hverja tönnina af annarri allt að þeirri síðustu í tanngarðinum.
Þegar búið er að bursta að utanverðu er haldið áfram að innan. Þú byrjar aftast.Gleymdu ekki að bursta bak við öftustu jaxlana.
Síðan færirðu burstann eftir tannröðinni þar til þú kemur að aftasta jaxli hinum megin.Þegar þú bustar framtennurnar að innan þarf að reisa tannburstann upp á endann og nudda upp og niður.
Síðan eru bitfletir jaxlanna burstaðir. Farðu vel ofan í skorunar svo að þú fjarlægir tannsýkluna sem þar situr.
Ekkert sakar þótt þú kyngir svolitlu flúortannkremi.Skolaðu síðan munninn. Með því fjarlægir þú lausa tannsýklu.

Þvoðu burstann og láttu hann þorna.

Birt með góðfúslegu leyfi Tannnverndarráðs af vef þeirra tannheilsa.is