Tannáverkar

Úrrekin tönn

Lausa tönn má oft festa að nýju ef henni er komið fyrir á sínum stað fljótlega eftir slysið.

Hvað gerirðu?
• Láttu hinn slasaða skola munninn og stingdu svo grisjurúllu í tannholuna til að hefta blæðinguna.
• Finndu tönnina, gríptu um krónu hennar (aldrei rótina), til að halda vefjarskemmdum í lágmarki.
• Settu tönnina aftur í tannstæðið eða geymdu hana í munnvatni eða mjólk.
• Reyndu að stinga tönninni aftur niður með hliðsjón af aðliggjandi tönnum. Þrýstu henni varlega niður þar til yfirborð hennar er jafnt tönnunum við hliðina. Það hjálpar að bíta varlega á grisju. Þó mælt sé með því að laus tönn sé geymd í munni þess sem tönnina á, til að halda henni rakri þar til næst til tannlæknis, fylgir því nokkur áhætta einkum hjá börnum því þau geta óvart kyngt tönninni.
• Leitaðu strax til tannlæknis.

Athugið þessar upplýsingar koma ekki í stað hefðbundinna skyndihjálparnámskeiða.

Birt með góðfúslegu leyfi Rauða kross Íslands