Táknmálstúlkun

Táknmálstúlkun

 • Táknmálstúlkun felst í því að túlka á milli íslensku og táknmáls.
 • Á meða túlkur þýðir af einu máli yfir á annað verður hann að henda reiður á kringumstæður, hlusta, safna upplýsingum og muna það sem sagt er.
 • Táknmálstúlkun er sérhæft verkefni sem krefst menntunar á háskólastigi í táknmáli og túlkun. Táknmálstúlkur fær ekki viðurkenningu fyrr en að loknu yfirgripsmiklu mati.
 • Táknmálstúlkun krefst þess að túlkur búi yfir mjög góðri kunnáttu bæði í táknmáli og íslensku, hafi víðtæka almenna þekkingu, þekki hlutverk túlks og siðferðisskyldur og skilji samfélag og menningu heynarlausra.
 • Táknmálstúlkun fylgir mikið andlegt álag. Því þarf túlkur um fimm mínútna hlé eftir 40-60 mínútna túlkun.
 • Verkefni sem vara lengur en tvo tíma samfellt krefjast að minnsta kosti tveggja túlka sem þá skiptast á og túlka 20-30 mínútur.

Góð ráð

 • Pantaðu túlk með góðum fyrirvara, helst viku áður en túlkun fer fram.
 • Talaðu skýrt, með eðlilegum styrk og á venjulegum hraða. Túlkurinn lætur vita ef breyta þarf um hraða.
 • Túlkur er á eftir og það er mikilvægt að hafa í huga eigi hinn heyrnarlausi að geta tekið virkan þátt í umræðum.
 • Talaðu beint til hins heyrnarlausa. -Vilt þú …eða – Þú átt … o.s.frv.
 • Ef túlka á umræður í hóp þarf að stýra þeim. Hafðu í huga að túlkur getur aðeins túlkað einn í einu.
 • Þegar túlkað er í skóla er best að nemendur gefi til kynna að þeir vilji taka til máls. Ef nemandi réttir upp hönd áður en hann talar á túlkur betur með að koma til skila öllu sem fram fer.
 • Lestu jafnóðum það sem skrifað er á töflunni því túlkur getur ekki lesið af töflunni og túlkað það sem sagt er á sama tíma.
 • Ef notaðar eru glærur þarf að gera ráð fyrir tíma til að lesa þær. Ekki er hægt að horfa á glæru og túlk samtímis.

Staðsetning Túlks

 • Við kennslu er best að túlkur sé sem næst kennara þannig að sá sem túlkinn notar sjái túlk, kennara, töflu og myndvarpa samtímis.
 • Almennt er talið ákjósanlegt að tæki á borð við myndvarpa og sjónvarp séu á milli túlksins og kennarans.
 • Sterkt ljós eða gluggi á bak við túlkinn getur valdið því að erfitt verður að greina svipbrigði hans og hreyfingar.
 • Best er að ekkert sé á hreyfingu aftan við túlkinn.

Undirbúningur

 • Góður undirbúningur leiðir til betri túlkunar. Æskilegt er að túlkur fái sem bestar upplysingar um verkefni og tiltæk gögn með góðum fyrirvara.
 • Túlkur þarf að fá fyrirlestra, ræður, námsbækur, myndbönd og annað stuðningsefni með góðum fyrirvara svo hægt sé að undirbúa túlkunina.
 • Jafnvel punktar og drög sem geta stutt undirbúning eru til bóta.

Nokkrar vinnureglur

 • Allt sem sagt er á að túlka.
 • Túlkur skal vera hlutlaus og ekki koma með athugasemdir, ráðleggingar eða viðbætur frá eigin brjósti.
 • Túlkur skal ekki taka að sér verk sem hann ræður ekki við.
 • Túlkur má ekki greina frá því sem hann verður áskynja við túlkun.

Túlkaþjónusta

Með túlkun er boðið upp á samskipti á milli heyrnarlausra og heyrandi. Táknmálstúlkar sinna til að mynda túlkun í framhaldsnámi; túlkun í viðtali við lækni, lögfræðing eða vinnuveitanda; túlkun vegna félagslegrar þjónustu; túlkun á fyrirlestrum, námskeiðum, fundum og menningarsamkomum.

Auk tánkmálstúlka og rittúlka, má fá túlka sem hafa vald á snertitúlkun fyrir daufblinda og millitúlkun fyrir einstaklinga sem ekki tala hefðbundið táknmál.

Umsjónarmaður túlkaþjónustu í síma 562-7702/562-7738 veitir fúslega svör við spurningum um túlkun og túlka.

Almennar upplýsingar

Samskiptastöð heyrnarlausra og heyrnarskertra
v/ Háteigsveg

 • Sími 562-7702
 • Túlkaþjónusta 562-7738
 • Tölvusími 562-7789
 • Bréfsími 562-7714

Textamiðstöð

 • fyrir heyrandi 568-9011
 • fyrir heyrnarlausa 588-7322

Félag heyrnarlausra
Laugavegi 103

 • Sími/textasími 561-3560
 • Tölvusími 551-3259
 • Bréfsími 551-3567
 • Myndsími 551-4076

Heyrnarhjálp
Snorrabraut 29

 • Sími 551-5895
 • Bréfsími 551-5835

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands
Háaleitisbraut 1

 • Sími 581-3855

Vesturhlíðarskóli
v/Vesturhlíð

 • Sími 520-6000
 • Bréfsími 520-6013

Birt með góðfúslegu leyfi Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra.