Sýklasótt – Blóðeitrun

Sýklasótt er alvarlegt ástand sem skapast vegna bólguviðbragða sem verða í líkamanum við sýkingu. Einkennin geta verið mjög mismunandi allt eftir uppruna sýkingarinnar. Meðferð á svæsinni sýklasótt er flókin og krefst fagaðila.

Hvað sérðu?
• Óeðlilegur líkamshiti, hár eða lágur.
• Heit eða köld húð/útbrot.
• Mikill slappleiki, meiri en með flensu.
• Rugl, óráð og skert meðvitund, hrollur.
• Hraður hjartsláttur.
• Hröð öndun.

Hvað gerirðu?
• Vertu vakandi yfir einkennum sýklasóttar og leitaðu læknis ef einkenni sýklasóttar gera vart við sig.

Athugið þessar upplýsingar koma ekki í stað hefðbundinna skyndihjálparnámskeiða.

Birt með góðfúslegu leyfi Rauða kross Íslands