Svínaflensa, Tilkynning

                                                                         

 

    Kópavogur 30.04.09

 

 

TILKYNNING

 

Í ljósi mikillar umræðu um allan heim núna vegna faraldurs svonefndrar svínaflensu og aukinnar tíðni fyrirspurna varðandi útbreiðslu, einkenni og meðferð þykir okkur rétt að senda út eftirfarandi tilkynningu.

  1. Staðfest er að svínaflensa hefur greinst í 9 löndum
  2. Grunur um svínaflensu er nú mjög víða og tala tilkynntra tilfella að aukast
  3. Það eru ekki staðfest tilfelli svínaflensu á Íslandi
  4. Tölur um alvarleika og dauðsföll eru á reiki og misvísandi sem stendur

Ljóst er að hraði og eðli útbreiðslu gefur tilefni til þess að hafa áhyggjur og er það hlutverk sóttvarnarlæknis, landlæknisembættis, almannavarna og ríkisstjórnar að upplýsa um framgang mála hérlendis og gefa út tilkynningar og viðvaranir.

Á vef landlæknisembættisins verður ávallt að finna nýjustu opinberar leiðbeiningar varðandi svínaflensuna http://landlaeknir.is/ en einnig má fylgjast með innlendum og erlendum fréttum á www.doktor.is.

Mikilvægt er að fylgja þeim tilmælum sem koma frá opinberum aðilum sem hafa með verkstjórn þessara mála hérlendis að gera.

Enginn einstaklingur hefur greinst hér á landi með svínainflúensu. Þeir sem fá inflúensulík einkenni (skyndilegan hita, hósta, beinverki) innan viku eftir heimkomu frá Mexíkó eða öðrum svæðum, þar sem svínainflúensa hefur greinst, er bent að leita læknisaðstoðar hið fyrsta.

Sem stendur mælist sóttvarnarlæknir ekki til þess að nota lyf nema í samráði við lækni

Virðingarfyllst,

Teitur Guðmundsson, læknir

Framkvæmdastjóri Heilsuvernd ehf.

In english:

  Kópavogur 30.04.09

 

 

ANNOUNCEMENT

 

 

 

Due to the intense discussions about the so called Swine Flu and questions regarding spreading, symptoms and treatment we have decided to put out the following announcement.

  1. Swine flu has been confirmed already in 9 countries
  2. The spread is rapid and there are many unconfirmed case reports
  3. There are no confirmed case reports in Iceland
  4. Data regarding severity and deaths due to Swine flu are still conflicting and non conclusive

The outbreak like nature of this disease has caused significant concern around the world. It is the role of the General Director of Health in Iceland, the Centre for Health Security and Infectious Disease Control and Government to provide information to the public and issue warnings and announcements for the general public to follow.

On the Health Directorate website http://www.landlaeknir.is/ there will always be the latest official information and guidelines regarding Swine Flu and the outbreak. But it is also possible to follow the latest news on www.Doktor.is

It is important to follow the instructions and guidelines given by the proper authorities in Iceland as mentioned above

There have been no laboratory verified cases in Iceland. Those persons which demonstrate flu-like symptoms (cough, fever, chills, muscle and bone pain) within a week from arrival from Mexico or other areas where Swine Flu has been identified should seek a doctor as soon as possible.

As of now it is officially recommended not to use antiviral medication as a preventive measure or direct treatment unless prescribed by a doctor.

With regards,

Teitur Guðmundsson, MD

CEO Heilsuvernd ehf