Sveppafylltir tómatar með graskerssósu

Þennan gómsæta rétt má ýmist bera fram sem forrétt eða aðalrétt. Hægt er að nota minni tómata í forrétt en bufftómata í aðalrétt.

Sveppafylling í tómata

100 gr. Kantarellur (sveppategund)
35 gr. Þurrkaðir villisveppir (lagðir í bleyti þar til að þeir mýkjast)
200gr. Flúðasveppir
1 tsk. ferskur hvítlaukur
10 gr. engifer
Skvetta af hvítvíni eða mysu (má sleppa)
Salt og pipar eftir smekk

Sveppirnir (reyndar má nota má hvaða sveppi sem er) eru skornir smátt og steiktir í smjöri eða olíu ásamt engiferi og hvítlauk. Hvítvíni eða mysu skvett yfir. Smakkað til með salti og pipar.

Frekari ráð:

Til að fá meiri fyllingu í réttinn má bæta við sveppafyllinguna t.d. linsubaunum og sólþurkkuðum tómötum.

Graskerssósa

200gr. „Butternut“ grasker (fæst sem ferkst grænmeti í stórmörkuðum)
1 tsk.smjör
110 gr. gulrót, skræld
1/2 stk.sellerístöngull
30 gr.blaðlaukur
1/2 l vatn
1/8 tsk.kanill
8 gr.sykur
35 gr. rjómi (má sleppa)
örlítið múskat
grænmetiskraftur/grænmetissoð

Bræðið smjörið varlega í potti og setjið grænmetið og krydd útí. Léttsteikið grænmetið en brúnið ekki. Vatninu er hellt yfir og grænmetið soðið þar til það er mjúkt. Grænmetið ásamt safanum er sett í matvinnsluvél og maukað. Rjóma (ef vill) bætt í síðast ásamt grænmetiskrafti/soði eftir smekk.

Frekari ráð:

Mjög gott er að búa til graskerssúpu úr sósunni en þá er notað meira vatn og grænmetiskraftur.

Aðferð við tómatana:

ca. 10 bufftómatar, fer eftir stærð

Skerið botninn af bufftómötunum og skafið tómatmaukið úr þeim. Geymið botninn þar til fyllingin hefur verið sett í tómatana. Sveppafyllinginn er sett í tómatana og afskurðurinn (botninn) settur á.

Bakað:

í örbylgju á 750 W í ca. 4. mín. eða
í ofni á 180°C í ca. 15. mín. Bökun fer eftir fjölda tómata og stærð þeirra.

Meðlæti:

Berið fram með graskersolíu eða ristuðum graskersfræjum og toppið með refasmára (Alfa alfa spírur) eða djúpsteiktum kryddjurtum.

Aðrar uppskriftir á NetDoktor.is