Stinningarvandræði – gagnlegar upplýsingar

 • Hvað veldur stinningarvandræðum?
 • Ris limsins byggist á flóknu samspili taugakerfis, blóðrásar, hormóna og hugar. Stinningarvandræði geta orsakast af völdum fjölmargra sjúkdóma. Oft er ástæðan samspil margra mismunandi þátta:

  • Algengustu líkamlegu orsakirnar eru blóðrásartruflanir.
  • Stinningarvandræði geta líka verið afleiðing af eiginlegum geðrænum vandamálum eins og óleystra hjónabandsörðugleika, til dæmis afbrýðisemi, öryggisleysis, ótta við slæma frammistöðu eða áhugaleysis á makanum o.fl.
  • Einnig getur áfengis- og lyfjaneysla haft áhrif á getuna.
  • Allir karlmenn upplifa einhvern tíma getuleysi sem lagast af sjálfu sér.

 • Hvers vegna er mikilvægt að komast að ástæðunni?
 • Við mörgum sjúkdómum sem valda getuleysi er hægt að fá talsverðan bata með réttri meðhöndlun.

  Orsakirnar eru:

  • æðakölkun
  • hjarta- og æðasjúkdómar
  • hækkaður blóðþrýstingur
  • sykursýki
  • þunglyndi

  Það er því ekki eingöngu vegna stinningarvandræðanna sem mikilvægt er að fara í læknisskoðun og fá úr því skorið hvað það er sem veldur. Alvarlegir sjúkdómar gætu greinst áður en þeir eru komnir á hátt stig.

 • Er gagn að geðrænni aðstoð?
 • Kynfræðileg eða geðræn meðferð er nauðsynleg á einn eða annan hátt fyrir flesta sem eiga við vandamál að etja í kynlífi, og maka þeirra. Meðferðin getur farið fram annað hvort hjá heimilislækni ef hann tekur slíkt að sér eða kynfræðingi/sálfræðingi. Kynfræðileg eða geðræn ráðgjöf ein og sér er í flestum tilfellum nægileg meðhöndlun en í öðrum tilfellum getur ráðgjöfin verið hluti af víðtækari sjúkdómsmeðferð.

  Um hvað spyr læknirinn?

  • Til að ganga úr skugga um hvers konar kynferðisleg truflun er á ferðinni, og umfang hennar, spyr læknirinn jafnan í þaula um kynlífið og hjónabandið. Að sama skapi spyr hann almennt um heilbrigðisástand og lyfjaneyslu.
  • Læknirinn spyr einnig um heilbrigði og andlegt ástand, um vandkvæði í kynlífi og um lyfjanotkun.
  • Læknirinn framkvæmir einnig nákvæma skoðun til að komast að ástæðu getuleysisins, til dæmis mælir hann blóðþrýstinginn, gerir rannsókn á hjarta- og æðakerfi, tekur blóð- og þvagprufu, til að athuga hvort um sykursýki sé að ræða.
  • Oft er það mikilvægt að læknirinn tali bæði við manninn og maka hans.

 • Hvers konar meðferð kemur til greina?
 • Ef um líkamlegar orsakir er að ræða, svo sem neyslu lyfja eða breytingu á lyfjagjöf, er reynt að bregðast við því með viðeigandi meðhöndlun. Ef orsakir eru andlegs eðlis er sálfræðiaðstoð oft nauðsynleg. Þó meðhöndlun skili ekki alltaf árangri er ekki ástæða til að örvænta. Fjölmargar leiðir eru til að meðhöndla getuleysi. Læknirinn mun að sjálfsögðu leggja til þá meðferð, sem hann telur líklegasta til árangurs. Val meðferðar ræðst bæði af orsök stinningartruflunarinnar en einnig ræðst það af hvaða afstöðu viðkomandi einstaklingur og maki hans hafa til hinna mismunandi meðferðarforma, og því mun læknirinn ræða kosti og galla þeirra leiða sem koma til greina fyrir sjúklinginn.

  Einnig er umfjöllun um getuleysi í kaflanum um sjúkdóma