Staðreyndir um insúlínmeðferð

 • Insúlínmeðferð almennt

Allir með insúlínháðasykursýki (tegund 1i) eru meðhöndlaðir með insúlíni sem er lífsnauðsynlegt lyf fyrir viðkomandi. Ef líkaminn fær ekki insúlín hækkar blóðsykursgildið og það ástand skapast að líkaminn hefst við með því að brenna fituefni sem á stuttum tíma (einum til fáeinum dögum) veldur lífshættulegu ástandi (sýrueitrun, ketónblóðsýringu eða ketoacidose )

Á hinn bóginn veldur of mikið insúlín því að blóðsykurinn verður svo lágur að blóðsykurfall getur orðið (insúlíntilfelli eða hypoglykemi) sem kemur fram sem fölvi, skjálfti, svengd, eirðarleysi, sjóntruflanir og sjúklingurinn getur misst meðvitund (insúlínáfall) og hugsanlega fengið krampa.

Um það bil fjórðungur þeirra, sem hafa insúlínóháða sykursýki, heitið er svolítið villandi (tegund 2), eru meðhöndlaður með insúlíni. Meðferðin er ekki lífsnauðsynleg, ef grunnt er gáð, en getur bætt lífsgæði margra verulega. Því lengur, sem fólk er með tegund 2 sykursýki, þeim mun meiri líkur eru á því að þurfa að fara í insúlínmeðferð.

 • Insúlínlyf

Til eru þrjár grundvallargerðir insúlíns.

Hraðvirkt insúlín í sprautuformi:

 

Actrapid® Actrapid® Pen Actrapid® Penfill
Humalog® Humalog® Mix 25 Humalog® Pen
Humulin® Regular®

Meðal-langvirk:

Humulin® NPH Humulin® NPH Pen Insulatard®
Insulatard® Pen® Insulatard® Penfill® Monotard®

Meðal-langvirk en fljótvirk í upphafi:

Humulin® Mix 30/70 Mixtard® 30/70 Mixtard® 30/70 Penfill®
Mixtard® 10/90 Pen® Mixtard® 20/80 Pen® Mixtard® 30/70 Pen®
Mixtard® 40/60 Pen® Mixtard® 50/50 Pen®

 

Insúlínmeðferðir

Insúlínmeðferðir fara eftir því hversu oft á dag lyfin eru tekin. Einnar gjafar meðferð – þegar hægvirkt eða blandað insúlín er gefið á morgnana.

Tveggja gjafa meðferð – þegar hægvirkt eða blandað insúlín er gefið kvölds og morgna.

Fjögurra gjafa meðferð – þegar gefið er hraðvirkandi insúlín með máltíðum og hægvirkt insúlín á háttatíma.

Pumpumeðferð – þegar stöðugt er dælt insúlíni í undirhúðina með lítilli handbærri pumpu og aukalegt insúlín er gefið við máltíðir.

Einnar gjafar og tveggja gjafa meðferðir eiga sérstaklega vel viðtegund 2 sykursýki og stundum við sykursjúk börn en fjögurra gjafa meðferð er yfirleitt beitt við tegund 1 sykursjúklinga og yngra fólk með tegund 2 sykursýki. Pumpumeðferð er fremur fágæt og oftast notuð fyrir yngra fólk.

Flestir sykursjúklingar nota insúlín sem hægt er að fá í einnota insúlínspennum eða ampúllum sem henta fyrir margnota insúlínspenna. Nálar fást í lengdunum 8, 12 og 16 mm. Flestir nota 8 mm nálar.

Insúlínsprautan

Upptaka insúlíns er hröðust frá undirhúðinni á kvið og hægust frá undirhúðinni á lærum.

Því er mælt með að

 • hraðvirkandi insúlíni sé sprautað í undirhúð á kvið
 • hægvirku insúlíni sé sprautað í undirhúð á lærum
 • blönduðu insúlíni megi sprauta jafnt í kvið og læri

Sprautan er gefin með því að taka húðfellingu milli fingranna, stinga nálinni á ská í húðfellinguna, sprauta inn hæfilegu magni af insúlíni, draga nálina hægt út og sleppa síðan húðfellingunni.

Hvað getum við gert sjálf?

Lærðu frá byrjun rétta tækni við að sprauta þig. Lærðu að kannast við insúlíntilfinninguna (lágan blóðsykur) svo að þú þekkir einkennin og hvað þú eigir að gera til að hækka blóðsykurinn aftur (taka inn u.þ.b. 20 grömm af sykri).

Mældu blóðsykurinn daglega svo að þú vitir nákvæmlega hvernig þú bregst við mat sem þú snæðir, líkamlegri áreynslu og breytingum á insúlínskömmtum. Aðeins þannig nærðu að góðri stjórn á blóðsykursgildinu.

Í byrjun skaltu fá lækninn eða sykursýkishjúkrunarfræðinginn til að aðstoða þig við að leiðrétta insúlínskammtinn þannig að hann sé hæfilegur. Þegar fram í sækir verðurðu svo meðvituð/aður um sjúkdóm þinn og getur séð um þetta sjálf/ur.

Ef þú ert í fjögurra gjafa meðferð eða pumpumeðferð skaltu ekki vera hrædd/ur við að breyta skammtinum á hraðvirka insúlíninu (það er einmitt tilgangurinn með þessari insúlínmeðferð).

Hagnýtar ábendingar

Taktu meira af hraðvirku insúlíni ef

 • þú vilt borða meira en venjulega
 • þú sleppir vanalegri áreynslu (t.d. ekur bíl til vinnu, í stað þess að hjóla eins og venjulega)
 • blóðsykurinn er hár fyrir máltíð

Taktu hægvirkara insúlín ef

 • þú vilt borða minna eða sleppa máltíð
 • þú vilt reyna á þig umfram það sem venja er.

Það borgar sig ekki að breyta skammtinum á hægvirka insúlíninu, sem tekið er alla jafna á háttatíma. Það er vegna þess að breyting á skammtinum hefur ekki áhrif á blóðsykurinn fyrr en eftir nokkra daga.

Þess í stað áttu að

 • taka svolítið af hraðvirku insúlíni ef blóðsykurinn er mjög hár á háttatíma
 • borða aukabita ef blóðsykurinn er undir 7 mmol/l á háttatíma.