Staðreyndir um blóðsykur – Mæling

 • Hvað er blóðsykur?
 • Hvers vegna á að meðhöndla blóðsykur?
 • Hvernig er blóðsykur mældur?
 • Hvernig á blóðsykurinn að vera?
 • Hve oft á að mæla blóðsykurinn?
 • Blóðsykur á háttatíma
 • Á að mæla blóðsykurinn á öðrum tímum?
 • Hvað er sykurhemoglóbín(blóðrauði)?
 • Hvaða blóðsykurstæki get ég notað?

 

 • Hvað er blóðsykur?

 

Blóðsykur gefur til kynna hversu mikill sykur er í blóðinu á hverjum tíma og kallast það einnig blóðglúkósi. Magn sykurs í blóðinu er skilgreint sem hlutfall og er mælieiningin mmol/l. Yfirleitt eru ekki miklar sveiflur á blóðsykrinum yfir daginn (u.þ.b. 4 – 8 mmol/l), hann er hæstur eftir máltíðir og jafnan lægstur þegar maður fer á fætur á morgnana. Ef maður er með sykursýki (diabetes) getur blóðsykurinn á stundum hækkað eða lækkað of mikið (oftast vegna sykursýkismeðferðarinnar).

 

 • Hvers vegna verður að meðhöndla blóðsykurinn?

 

Áríðandi er að fá meðhöndlun þegar maður er með sykursýki og hækkaðan blóðsykur, svo að blóðsykurinn verði aftur eins eðlilegur og hægt er. Ef blóðsykurinn er næstum eðlilegur, er mun minni hætta á síðkomnum fylgikvillum sykursýki á borð við taugabólgur, augnsjúkdóma og nýrnasjúkdóma.

 

 • Hvernig er blóðsykurinn mældur?

 

Nú til dags er blóðsykurinn mældur á einfaldan og fljótlegan hátt, með ýmsum mismunandi blóðsykursáhöldum.

Blóðsykursáhöldin fást í fjölbreyttum útgáfum. Allar virka með hjálp lítils tækis og pinna. Pinninn, sem stungið er inn í tækið, er smurður með litlum blóðdropa og eftir hálfa mínútu er hægt að lesa blóðsykursgildið á mælinum. Blóðið, sem smurt er á pinnann fæst yfirleitt með því að stinga sig í fingurinn með fingursting.

Blóðsykurstækið, pinnar og stingir eru niðurgreiddir (50%) af opinberum aðilum.

 

 • Hvað er eðlilegur blóðsykur?

 

Blóðsykurinn á helst að vera:

 • 4-7 mmol/l fyrir máltíðir
 • minni en 10 mmol/l eftir máltíðir (u.þ.b. 1½ klukkustund síðar).
 • nálægt 8 við háttatíma.

 

 • Hversu oft á að mæla blóðsykurinn?

 

Sjúklingar með sykursýki af tegund 1 eiga að mæla blóðsykurinn

1 sinni á dag, annað hvort

 • á morgnana, fastandi, eða
 • á háttatíma

Auk þess á að mæla 1-2 sinnum í viku sólarhringsmælingu, þ.e.

 • blóðsykur fyrir máltíðir og
 • blóðsykur við háttatíma

Insúlínmeðhöndlaðir tegund 2 sykursýkissjúklingar eiga að mæla eins og lýst er hér að ofan.

Sykursýkissjúklingar af tegund 2, sem taka lyf í töfluformi eða eru meðhöndlaðir með mataræði, eiga að mæla blóðsykurinn

1-2 sinnum í viku

 • annað hvort fastandi eða
 • 1½ klukkustund eftir máltíð, ásamt

sólarhingsmælingu 1-2 sinnum í mánuði

Kostirnir við daglega mælingu blóðsykursins á morgnana fyrir sjúklinga með insúlínháða sykursýki eru, að þeir geta þá gefið sér aðeins meira insúlín til að lækka blóðsykurinn aftur ef hann er hár, og þar með minnkað hættuna á að þróa fylgikvilla síðar.

 

 • Blóðsykur á háttatíma

 

Blóðsykursgildið á háttatíma á helst að vera milli 7-10 mmol/l

Það hefur komið í ljós, að lægri blóðsykur á háttatíma hefur í för með sér verulega aukna hættu á að blóðsykur lækki of mikið (hypoglykemi) seinna um nóttina. Þetta getur verið hættulegt, því að margir sjúklingar verða ekki varir við lágan blóðsykur á nóttunni, heldur sofa það af sér.

Ef blóðsykurinn er lágur á háttatíma, þarf að borða aukalegan málsverð.

Ef blóðsykurinn er mjög hár á háttatíma, getur verið ráðlegt að taka svolítið af sérlega hraðvirkandi insúlíni

 

 • Hvenær á annars að mæla blóðsykurinn?

 

Mæla á blóðsykurinn ef manni líður illa, eða hefur á tilfinningunni að blóðsykurinn sé annað hvort of lágur eða of hár.

Ef maður er með sykursýki af tegund 1 og blóðsykurinn er hár (> 20 mmol/l) og sykur er í þvagi, á að mæla ketonefni í þvagi (með þvagstilkum). Ef ketonefni eru í þvaginu, er það hættumerki um að annað hvort sé að þróast eða að maður sé kominn með sýrueitrun(ketoacidose), sem þarfnast tafarlausrar meðferðar. Ef svo er, hafðu þá samband við lækni.

 

 • Hvað er sykurhemoglóbín(blóðrauði)?

 

Sykurhemoglóbín (blóðrauði eða HbA1c) gengur einnig undir heitunum kjaftablóðsykur eða langtímablóðsykur.

Þetta próf er yfirleitt tekið sem blóðprufa úr handlegg, og gefur til kynna hversu há blóðsykursgildin hafa verið að meðaltali undanfarna 2-3 mánuði.

Því miður eru viðmiðunargildin á reiki milli sjúkrahúsa, en gildi á bilinu

 • milli 7 og 8 % er yfirleitt ágætt
 • milli 8 og 10 % ekki nógu gott
 • og yfir 10 % óviðunandi
 • Hvaða blóðsykurstæki eru í boði?
 • Accutrend GC
 • Accutrend DM
 • Accutrend alpha
 • Accutrend Sensor
 • One Touch Profile
 • Gluco Touch
 • Medisense Pen
 • Medisense Card
 • Precision QID
 • Glucometer ELITE
 • Glucometer DEX