Staðreyndir og sleggjudómar um heyrnarskerðingu

Þrátt fyrir að við lifum í upplýsingaþjóðfélagi eru á kreiki ranghugmyndir og fordómar um fólk sem er heyrnarskert og notar heyrnartæki.

Ein ástæða þess að ranghugmyndir og fordómar þrífast vel er að flestir hafa mjög takmarkaða þekkingu á heyrnarskerðingu og áhrifum hennar á þann sem er heyrnarskertur.

Einnig getur skýringin verið hin öra þróun heyrnartækja síðastliðin 10 ár en þau hafa þróast samhliða hinni miklu breytingu tölvutækninnar.

Hverjar af sögusögnunum er réttar og hverjar eru úreltar ranghugmyndir?

Í eftirfarandi grein er reynt að greina staðreyndir frá ranghugmyndum. Einnig kemur fram hvað sá sem líður vegna heyrnartaps getur gert.

Því er oft haldið fram að eingöngu eldra fólk sé heyrnarskert og þurfi að nota heyrnartæki. Staðreyndin er að fólk verður heyrnarskert á hvaða aldri sem er. Nú eru í raun fleiri heyrnarskertir á aldrinum 45-64 ára en 65 ára og eldri.

Sumir halda að heyrnarskert fólk sé tregara og hafi minni greind en aðrir. Það er alrangt. Heyrnarskerðing getur verið arfgeng, stafað af lyfjanotkun eða umhverfinu sem fólk er í – sérstaklega hávaða í umhverfinu. En ekkert þekkt samband er á milli heyrnarskerðingar og greindar. Því miður er það oft þannig að þeir sem eiga erfitt með að tjá sig eru taldir ver gefnir en aðrir, ef til vill vegna þess að þeir geta ekki tekið þátt í rökræðum eða draga sig í hlé og hefja ekki umræður. Allt eru þetta atriði sem mæla með því að nota heyrnartæki!

Margir, sem hafa skerta heyrn, telja að þeir heyri ekki það illa að þeir þurfi heyrnartæki. Heyrnarskerðing manna er misjöfn og einnig þörf þeirra fyrir góða heyrn. Heyrnarfræðingur eða háls-, nef- og eyrnalæknir getur metið hversu mikið heyrnartæki geta bætt heyrnina. Flestir sem fá heyrnartæki spyrja sig hvers vegna þeir gerðu það ekki fyrr.

Flestir telja að nægilegt sé að hækka tal og önnur hljóð fyrir þann sem er heyrnarskertur. Algengast er að heyrnarskerðing sé ekki jafnmikið fyrir allar tíðnir hljóðs. Sá sem er með hátíðni heyrnarskerðingu heyrir djúpa bassatóna vel og skýrt en tóna með háa tíðni heyrir hann illa. Heyrnarskertum manni finnst að aðrir muldri þegar hann heyrir djúpu sérhljóðana vel en háu samhljóðarnir heyrast það lágt að þeir eru ekki skýrir. Samhljóðarnir eru einmitt mikilvægir svo að tal skiljist vel. Mögnun stafrænna heyrnartækja er sniðin að heyrnartapi notandans.

Margir heyrnarskertir telja að það sé ekkert að gera við þeirri gerð heyrnarskerðingar sem hrjáir þá. En staðreyndin er að heyrnartæki bæta heyrn hjá yfir 90% þeirra sem eru heyrnarskert, þökk sé nútímatækni.

Sumir hafa þá reynslu af heyrnartækjum að þau geri ekkert gagn. Það getur verið vegna þess að þeir hafi prófað gamla tegund sem á lítið sameiginlegt með nútíma heyrnartækjum. Einnig getur verið að heyrnartækin hafi ekki verið rétt stillt sem hafi gert það að verkun að þau gögnuðust ekki. Hér áður fyrr voru aðeins í boði léleg flaumræn tæki sem enduðu í mörgum tilvikum ofan í skúffu. Þess vegna eru á kreiki fjölmargar sögur af biturri reynslu af heyrnartækjum.

Mörgum finnst heyrnartæki svo klossuð og áberandi að enginn vilji vera með þau.  síðustu árum hafa heyrnartæki orðið fíngerðari en jafnframt öflugri, þökk sé þróun tölvutækninnar. Hjá flestum falla tækin á bak við eyrun eða inn í hlustir þannig að þau sjást varla.

Sumir halda að heyrnartæki geta skaðað heyrnina. Rétt stillt heyrnartæki, sem er vel við haldið, skaða ekki heyrnina. Í raun geta heyrnartæki komið í veg fyrir það að sá heyrnarskerti hætti að þekkja þau hljóð sem hann heyrir ekki vel.

Heyrnartæki geta fjarlægt suð og óþægileg síbyljuhljóð. Nútíma heyrnartæki eru búin suðsíum og stefnuvirkni sem stuðla að dempun bakgrunnshljóða.

Margir halda að lítill munur sé á stafrænum (digital) og flaumrænum (analog) heyrnartækjum. Stafræn tækni hefur marga kosti. Hún á að tryggja að virkni heyrnartækja sé sniðin r&e acute;tt að heyrn notandans. Stafræn heyrnartæki geta einnig dempað óæskileg hljóð, s.s. bakgrunnsklið og endurómun en jafnframt geta þau dregið fram hljóð sem notandinn vill heyra, s.s. talmál.

Oft heyrist að góð heyrnartæki séu allt of dýr. Góð heyrnartæki eru á viðráðanlegu verði. Rétt er að spyrja frekar: Hvað eru lífsgæði og hvers virði eru þau fyrir þig?

Sumum finnst að heyrnartæki endist svo stutt að það geti ekki réttlætt kostnaðinn við þau. Ánægður heyrnartækjanotandi er með tækin á sér alla daga frá morgni til kvölds. Heyrnartæki, sem er haldið vel við og fá góða meðhöndlun, geta enst í nokkur ár. Ef reiknaður er út daglegur kostnaður við að fá bætta heyrn og betri lífsgæði er það ekki há upphæð.

Heyrnartæki koma að gagni við hvaða aðstæður sem er. Í raun skerpa tækin heyrnina. Samt sem áður geta komið upp aðstæður þar sem þau virka ekki vel. Heyrnartæki eru misjafnlega góð en það er háð verði þeirra og eiginleikum.

Algengt er að fólk haldi að jafngott sé að nota eitt heyrnartæki eins og tvö. Með heyrn á báðum eyrum greinum við hvaðan hljóðið berst. Heyrn með báðum eyrum gerir hljóðið hærra og skýrara en heyrn með einu eyra. Aldurs- og hávaðaheyrnartap kemur oftast fram á báðum eyrum sem er í samræmi við að yfir 80% heyrnartækja­notenda eru með tvö tæki. Rannsóknir sýna að þeir sem eru með tvö tæki eru ánægðari og heyra betur við erfiðar aðstæður.

Litlu heyrnartækin, sem falla alveg inn í hlust, eru bestu tækin. Hver gerð heyrnartækja hefur sína kosti. Það er fyrir mestu að heyrnartækin henti notandanum, heyrnarskerðingu hans og því lífi sem hann lifir.Heyrnartap getur haft í för með sér sálrænar afleiðingar, s.s. depurð, ómannblendni og vanmáttarkennd. Samskiptavandi hefur áhrif á fjölskyldulífið og vinnuna. Að horfa fram hjá því óumflýjanlega eykur aðeins vandann og getur stuðlað að því að heyrnin tapist hraðar. Því fyrr sem leitað er eftir hjálp þeim mun betra.

Það er staðreynd að heyrnarskerðing er meira áberandi en að vera með heyrnartæki.

Höfundur: Ellisif Katrín Björnsdóttir Heyrnarfræðingur hjá Heyrn.