Staðlar fyrir börn á sjúkrahúsum

Sjúkrahúsmeðferð

Barn skal einungis leggja inn á sjúkrahús þegar ekki er hægt að veita því alla þá meðferð og hjúkrun sem það hefur þörf fyrir á heilsugæslustöð eða í heimahúsi.

Tryggja tengsl barna

Barn á rétt á að hafa foreldra eða einhvern nákominn hjá sér á meðan á sjúkrahúsdvöl stendur.

Ábyrgð foreldra

Foreldrar skulu fá hvatningu og aðstoð við að dvelja hjá barni sínu á meðan á sjúkrahúsdvöl stendur og þeim skal einnig einnig standa til boða að dvelja hjá því næturlangt. Foreldrar eiga ekki að verða fyrir aukaútgjöldum eða missa launatekjur þó þau dvelji hjá barni sínu. Upplýsa skal foreldra um vinnutilhögun og vinnureglur á deildinni og þau hvött til virkrar þátttöku í umönnun barnsins.

Upplýsingar

Barni og foreldrum skulu veittar upplýsingar um veikindi barnsins, meðferð og hjúkrun á þann hátt að þær séu þeim auðskiljanlegar. Leitast skal við að draga sem mest úr andlegu og líkamlegu álagi og streitu.

Samákvörðunarréttur

Barn og foreldrar eiga rétt á að taka þátt í öllum ákvörðunum sem snerta umönnun og meðferð barnsins að undangengnum ítarlegum upplýsingum. Öllum börnum ber að hlífa við ónauðsynlegum aðgerðum og rannsóknum.

Styðja eðlilegan þroska

Barn á að liggja á deild með öðrum börnum en ekki á deild með fullorðnum. Barn á að fá að leika við jafnaldra sína við aðstæður sem henta aldri þeirra og þroska. Ekki eiga að vera nein aldurstakmörk við heimsóknir til barna á sjúkrahúsum.

Sérmenntað starfsfólk

Barn á að eiga greiðan aðgang að leik og námi sem aðlagað er aldri þeirra og heilsufari. Umhverfið skal vera hannað og útbúið til að mæta þörfum barna. Starfsfólk skal vera sérmenntað.

Aðlagað umhverfi

Barn skal vera í umsjón starfsfólks sem hefur menntun, hæfni og reynslu til að mæta líkamlegum og tilfinningalegum þörfum barnsins og fjölskyldu þess.

Samhengi og heild

Starfsmannahópurinn skal vera skipulagður á þann hátt að hann tryggi barninu samhangandi meðferð. Búið skal að ákveða hugsanlega eftirmeðferð við útskrift barnsins af sjúkrahúsinu.

Friðhelgi

Umgangast skal barn með virðingu og skilningi og virða friðhelgi einkalífs þess.

Birt með góðfúslegu leyfi Umhyggju

Umhyggja er félag sem vinnur að bættum hag sjúkra barna og fjölskyldna þeirra. Í félaginu starfa foreldrar langveikra barna og fagfólk innan heilbrigðiskerfisins.

Heimasíða Umhyggju