Smokkar – gagnlegar upplýsingar

Þó að konum standi margskonar getnaðarvarnir til boða er smokkurinn ennþá eina getnaðarvörnin sem ætluð er karlmönnum.

Smokkar hafa þekkst í mörg hundruð ár en það er ekki fyrr en á síðustu 5 áratugum að þeir hafa verið framleiddir í það miklum mæli og gerðir það ódýrir að allir geti nálgast þá.

Áður fyrr var vandræðalegt viðhorf til smokka. Þeir eru getnaðarvörn en þar að auki veita smokkar vörn gegn kynsjúkdómum.

Hvers vegna á að nota smokkinn?

Í dag er engin afsökun fyrir að hafa ekki smokk við höndina hvenær sem er og hvar sem er. Þeir eru þarfaþing, bæði fyrir konur og karla. Og eftir að nýr og mannskæður kynsjúkdómur – AIDS – skaut upp kollinum á níunda áratuginum er enn mikilvægara að verja sig gegn kynsjúkdómum ekki síður en óæskilegri þungun.

Margir nota smokkinn sem sína einu getnaðarvörn og margir nota hann sem vörn gegn kynsjúkdómum og jafnaframt aðrar getnaðarvarnir.

Er smokkurinn öruggur?

Smokkar eru þokkalega öruggir ef þeir eru rétt notaðir. Það þýðir að ef þeir eru notaðir við hver kynmök frá byrjun til enda og rofna hvorki né renna af í lokin þá eru þeir eru næstum 100% öruggir.

Hvernig á að nota smokkinn?

Þó að fæstir velkist í vafa um hvernig setja eigi smokkinn á þarf byrjandinn alltaf að lesa leiðbeiningarnar sem fylgja með og jafnvel að æfa sig áður en á hólminn er komið.

Það skiptir sköpum að nota smokkinn rétt og skemma hann ekki með því að rífa hann eða bíta í hann. Sæðisfrumur geta nefnilega smogið gegnum pínulítil göt.

Þegar maðurinn hefur fengið fullnægingu í smokkinn á að taka liminn strax út. Ef hann heldur áfram eftir sáðlos sullast sæðið fljótlega upp úr smokknum. Það þýðir að sæðið getur flætt út úr honum og hætt er við að smokkurinn renni af þegar limurinn er dreginn út.

Þess vegna verður að ljúka samförunum fljótt eftir fullnæginguna. Limurinn er dregin út og haldið við smokkinn til að hann haldist á sínum stað alla leið út.

Smokkinn á að taka af fjærri leggöngum konunnar. Best er að binda hnút á hann að ofan og Þrýsta létt á hann til að ganga úr skugga um að hann sé ennþá loftþéttur. Hendur og kynfæri á að þvo ef þess er kostur.