Smápillur – gagnlegar upplýsingar

Íslenskar konur hafa í meira en 20 ár haft aðgang að svokölluðum smápillum auk venjulegra getnaðarvarnarpilla. Ekki má rugla þeim saman við venjulegar pillur með lágu hormónainnihaldi.

Hvað eru smápillur?

Þær kallast smápillur vegna þess að hormónainnihald þeirra er lægra en í öðrum pillum. Jafnframt því innihalda þær alls ekkert östrógen. Þær eru ekki alveg eins öruggar jafnvel þótt þær séu teknar alveg eftir forskrift. Þær eru álíka öruggar og lykkjan.

Hvernig virkar smápillan?

Smápillan inniheldur svokallað gestagen hormón. Það hefur þau áhrif á leghálsinn að hann hleypir sæðisfrumum ekki upp í legið og eggjaleiðarana. Þannig kemst sæðið ekki í snertingu við eggið og getur þar með ekki frjóvgað það.

Hver er munurinn á smápillu og getnaðarvarnapillu?

Smápilluna á að taka inn á hverjum degi en ekki er tekið hlé einu sinni í mánuði eins og þegar aðrar getnaðarvarnapillur eru teknar. Tíðablæðingar verða eins og venjulega en geta varað lengri tíma og verið svolítið óreglulegar. Annars er lítið um aukaverkanir.

Hvað stendur smápillunni fyrir þrifum?

Smápillur hafa aldrei náð verulegri lýðhylli. Þær þarf að taka mjög reglubundið, helst á sama tíma á hverjum degi til að eiga ekki á hættu óreglulegar blæðingar – og ekki síður – til að hægt sé að treysta á virkni þeirra. Ef þú gleymir að taka eina pillu eða ef þú ert slæm í maga með ógleði, uppköst eða niðurgang áttu á hættu að pillurnar bregðist. Og þá þarftu að nota aðra getnaðarvörn fram að næstu blæðingum.

Eru smápillur lyfseðilskyldar?

Ef áhugi fyrir því að prófa smápilluna verður að ræða það við lækninn. Um þær gilda nefnilega sams konar reglur og um venjulegar getnaðarvarnapillur hvað varðar lyfseðil og handleiðslu læknis.

Hvaða smápillur eru fáanlegar?

Exlutona®

Hafa skal hugfast:

SMÁPILLAN ER EKKI VÖRN GEGN KYNSJÚKDÓMUM