Slysalaus áramót

Við Íslendingar eigum fáa okkur líka þegar kemur að því að fagna áramótunum. Við sprengjum burtu gamla árið og fögnum því nýja með hvellum og stæl. Þessum sið okkar fylgir vissulega fleira en augnakonfektið. Að meðaltali verða rúmlega 10 slys tengd flugeldum um hver áramót. Þar af eitt alvarlegt augnslys. Handarslysin eru þó algengust eða rúmlega helmingur slysanna. Algengasta orsökin fyrir þessum slysum er vangá eða vankunnátta, þ.e. að leiðbeiningar eru ekki lesnar, eða rúmlega 60% og verða flest slysin í aldurshópnum 15 ára og yngri. Einn hópur sækir þó verulega á en það eru karlar á miðjum aldri eða yngri. Það eru gjarnan þeir sem hafa gert þau afdrifaríku mistök að drekka fullmikið áður en þeir fara út að skjóta upp flugeldunum um miðnættið. Þá er varkárnin oft fyrir bí og afleiðingarnar geta verið alvarlegar.

Undanfarin áramót hafa á nýársnótt að meðaltali um 10 einstaklingar leitað á slysadeild Landspítalans í Fossvogi vegna flugeldaslysa. Samkvæmt tölum þaðan um síðastliðin áramót voru 20 einstaklingar sem leituðu þangað frá kl.18 á gamlárskvöld til kl. 6 á nýársdagsmorgun en 35 ef litið er á tímabilið 28. desember til 2. janúar.

 

Slys af völdum blysa og flugelda áramótin 1999 – 2000 31.des. kl.18:00 – 1. jan. kl. 06:00 </td id=“notjust“> Slys af völdum blysa og flugelda áramótin 1999 – 2000 28. des. – 2. jan. </td id=“notjust“>
Aldur kk kvk Samtals Aldur kk kvk Samtals
0-4 ára 1 0 1 0-4 ára 1 0 1
5-9 ára 2 1 3 5-9 ára 3 1 4
10-14 ára 3 1 4 10-14 ára 12 1 13
15-19 ára 1 0 1 15-19 ára 3 0 3
20-24 ára 2 0 2 20-24 ára 2 0 2
25-29 ára 2 0 2 25-29 ára 4 0 4
30-34 ára 1 0 1 30-34 ára 1 0 1
35-39 ára 1 1 2 35-39 ára 2 1 3
40-44 ára 3 1 4 40-44 ára 3 1 4
Samtals 16 4 20 Samtals 31 4 35

Eitt af því fyrsta sem vekur athygli við samanburð á þessum töflum er sá fjöldi slysa sem verður fyrir utan gamlárskvöld sjálft eða 15 slys. Þar af eru 9 slys í aldurshópnum 10-14 ára strákar en það er sá aldurshópur sem er hvað mest að fikta með flugelda og í kringum áramótin er það oftast gert án eftirlits fullorðinna. Annað athyglisvert er, að segja má að flugeldaslys séu slys karlmanna en af 35 slysum eru 31 þeirra.

Orsakir og áverkar

Algengasta orsök slysa í ár er eins og áður að ekki er farið eftir leiðbeiningum og gáleysi. Áhrif áfengis vegur líka þungt þó það sé ekki afgerandi þáttur. Vitað er um tvö tilfelli þar sem raketta sprakk á jörðu niðri og verður það mál skoðað niður í kjölinn. Í 80% til 90% slysa verða áverkarnir á höfði eða höndum. Einstaklingar eru helst að fá aðskotahlut eða neista í augun, brenna sig, fá högg og skurði. Af þessum 20 slysum um áramótin er hægt að tala um 4 nokkuð alvarleg eða alvarleg slys og voru tveir einstaklingar lagðir inn.

Íslendingar hafa löngum verið mjög sprengjuglöð þjóð og er varla ástæða til að reyna að sporna við því. Frekar þarf að ítreka mikilvægi þess að:

  • Lesa leiðbeiningarnar og fara eftir þeim. Leiðbeiningar á íslensku eru á öllum vörum sem seldar eru til almennings.
  • Víkja frá um leið og logi er kominn í kveikiþráðinn og vera ávallt í góðri fjarlægð frá flugeldi. Gætið þess vel að lúta ekki yfir flugeldinn á meðan kveikt er í, því að mislangur tími getur liðið þar til flugeldurinn tekur við sér.
  • Skorða allt vel sem skjóta skal upp því að flugeldar og tertur geta farið á hliðina og skotist í þá sem standa nærri.
  • Gæta þess að skotstefnan sé opin og tré eða mannvirki séu ekki fyrir. Á stórum tertum er nauðsynlegt að skera flipana af pappakössunum sem terturnar eru í, til að koma í veg fyrir að fliparnir beini skotunum annað en þeim er ætlað að fara.
  • Nota ullar- eða skinnhanska þegar verið er að skjóta upp, þar sem þeir veita vernd gegn bruna og eru leðurhanskar þar allra bestir.
  • Vera aldrei með flugelda í vösum.
  • Vera ekki með flugelda við brennur eða þar sem margir eru saman komnir.
  • Ef eldur hefur verið borinn að kveikiþræði en flugeldur tekur ekki við sér, skal ekki snerta hann í langan tíma. Glóð getur leynst lengi í þræðinum og skoteldurinn farið upp án nokkurs fyrirvara.
  • Umgangast flugelda með varúð og vera ekki með leikaraskap og læti þar sem flugeldar eru notaðir.
  • Gætið þess að hafa glugga lokaða á meðan verið er að skjóta upp flugeldunum.
  • Nota ávallt hlífðargleraugu.
  • Áfengi í hófi.
  • </ul > Brunasár er best að kæla með hreinu vatni og halda áfram kælingu þar til sviðinn hverfur.

Ég óska öllum gleðilegra og slysalausra áramóta og farsæls nýárs.