Slys í umferðinni

Á hverju ári verða mörg slys í umferðinni hér á landi. Árið 2006 slösuðust um 1300 í umferðaóhöppum. Sama ár létust um 2-3 í umferðaslysum á hverjum mánuði og um 13 slösuðust alvarlega, 97 slösuðust lítillega eða um 3 á hverjum degi alla mánuði ársins. Allir þessir einstaklingar hefðu þurft skyndihjálp á slysstað og því mikilvægt að sem flestir ökumenn læri og geti veitt viðeigandi skyndihjálp. Fyrstu mínúturnar eftir slys skipta þar mestu máli.

Algengustu orsakir banaslysa í umferðinni á Íslandi eru eftirfarandi:
• Of mikill ökuhraði.
• Skert ökuhæfni vegna syfju eða áhrifa áfengis eða lyfja.
• Bílbelti eru ekki notuð.

Athugið þessar upplýsingar koma ekki í stað hefðbundinna skyndihjálparnámskeiða.

Birt með góðfúslegu leyfi Rauða kross Íslands